Hafiði einhvern tíman sé þáttinn “The Great British Bake Off”? Það er til sænsk eftirherma: “Hela Sverige Bakar” sem gengur út á að heimabakarar (semsagt ekki atvinnufólk) keppir í bakstri – ég á reyndar oft erfitt með að horfa á þetta því ég verð svo ótrúlega stressuð þegar ég sé hvað þau þurfa að baka… Halda áfram að lesa Massaríkaka (Marsípankaka)
Tag: Einfalt
Páskakonfekt
Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp
Sítrónukaka
Við fjölskyldan skelltum okkur í stutta ferjusiglingu til Finnlands núna í vetrarleyfinu og áttum í gær nokkrar klukkustundir í þessari fallegu borg. Við komum svo aftur heim núna í morgun og vorum ansi þreytt, sum barnanna ákváðu nefnilega að fá hita í gærkveldi og það gerði það að verkum að svefninn í nótt var ekkert… Halda áfram að lesa Sítrónukaka
Valentínusarrúlluterta
Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta
Dumlekökur
Ok, þessar smákökur voru svo asnalega góðar að ég á eiginlega ekki til orð til að lýsa því. Þær eru eiginlega meira eins og sælgæti heldur en smákökur. Ég hafði engar brjálaðar væntingar sjálf en við vorum með gesti þegar ég bakaði þær og ég hef aldrei séð smákökur hverfa jafn hratt ofan í fólk.… Halda áfram að lesa Dumlekökur
Hrökkbrauð með fræjum
Hrökkbrauð er ótrúlega vinsælt í Svíþjóð – hér eru heilu rekkarnir í búðum undirlagðir öllum mögulegum (og ómögulegum) hrökkbrauðstegundum, bæði þessu týpíska þykka wasa-hrökkbrauði sem fæst á Íslandi en svo líka þunnu og nýbökuðu, í stórum skífum, í litlum þunnum plötum, heilhveiti, spelt, kanil, kryddhrökkbrauði og fræhrökkbrauði. Það virðist líka vera borið fram í staðin… Halda áfram að lesa Hrökkbrauð með fræjum
Piparmyntu-Súkkulaði
Það er svo einfalt að gera þetta piparmyntusúkkulaði að það er varla hægt að tala um uppskrift. Svo er þetta líka ljómandi gott og jólalegt konfekt. Piparmyntusúkkulaði 170 gr suðusúkkulaði 340 gr hvítt súkkulaði 1/2 tsk piparmyntudropar 3 piparmyntu jólastafir Leggið bökunarpappír á fat eða ofnskúffu. Bræðið 170 gr af hvítu súkkulaði. Þið getið annaðhvort… Halda áfram að lesa Piparmyntu-Súkkulaði
Piparköku- og marsipantrufflur
Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta… Halda áfram að lesa Piparköku- og marsipantrufflur
Piparköku-kladdkaka
Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka
Innbakað nautahakk
Það kannast örugglega allir við að detta niður í algert hugmyndaleysi í eldhúsinu og elda það sama viku eftir viku eftir viku. Við erum búin að vera ganga í gegnum slíkt tímabil að undanförnu þannig að ég ákvað að taka mig (okkur) á og fara að leita að smá innblæstri á netinu. Það var einmitt… Halda áfram að lesa Innbakað nautahakk