Konfekt · Vegan

Páskakonfekt

Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp

Grænmetisréttir · Hrísgrjónaréttir · Vegan

Hrísgrjóna- og sveppapilaf

Pilaf eru réttir þar sem hrísgrjón eru soðin í krydduðu vatni. Hægt er að borða hrísgrjónin með kjöti, grænmeti og/eða þurkuðum ávöxtum.  Halli ákvað að taka þátt í Veganuary. Veganuary er þegar sneitt er hjá öllum dýraafurðum í janúar. Þessi réttur var sá eini sem ég eldaði sérstaklega til að elda eitthvað gott fyrir drenginn.… Halda áfram að lesa Hrísgrjóna- og sveppapilaf

Brauð og bollur · Gerbakstur · Vegan

Hvað er betra en nýbakað brauð

Ég er búin að baka þetta brauð nokkrum sinnum og ég verð alltaf jafn ánægð með það. Það hefur haldið sér vel en það klárast yfirleitt svo hratt að ég hef ekki tíma á því hvað það endist lengi. Næst á dagskrá verður að prufa einhverjar nýjungar eins og að að setja krydd eða fræ… Halda áfram að lesa Hvað er betra en nýbakað brauð

Brauð og bollur · Vegan

Hrökkbrauð með fræjum

Hrökkbrauð er ótrúlega vinsælt í Svíþjóð – hér eru heilu rekkarnir í búðum undirlagðir öllum mögulegum (og ómögulegum) hrökkbrauðstegundum, bæði þessu týpíska þykka wasa-hrökkbrauði sem fæst á Íslandi en svo líka þunnu og nýbökuðu, í stórum skífum, í litlum þunnum plötum, heilhveiti, spelt, kanil, kryddhrökkbrauði og fræhrökkbrauði. Það virðist líka vera borið fram í staðin… Halda áfram að lesa Hrökkbrauð með fræjum

Aðventa · Jól · Vegan

Piparkökusíróp fyrir kaffibollann

Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina.  Piparkökusíróp  2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann

Kökur · Vegan

Vínarbrauðið hennar ömmu (v)

Vínarbrauð er það sætabrauð sem ég man best eftir hjá Kristínu ömmu  🙂 Ég man meira að segja eftir að hafa hjálpað henni við að gera þessi vínarbrauð nokkrum sinnum. Þessi frumraun mín í vínarbrauðsbakstri á fullorðins árum gekk bara ljómandi vel 🙂 Ég skil núna afhverju amma skellti í þessa uppskrift ef von var á gestum,… Halda áfram að lesa Vínarbrauðið hennar ömmu (v)