Eins og svo ótal margt á þessari síðu er þessi uppskrift fengin frá mömmu 🙂 Hún hefur verið bökuð svo ótal oft að það er ekki hægt að hafa á því tölu. Hún hefur aldrei klikkað og er sérstaklega þægileg til að nota í að gera fígúrur fyrir afmæli og regnbogakökur. Ég hef einnig sett… Halda áfram að lesa Súkkulaðikaka
Tag: Súkkulaðikaka
Whoopie-pie kaka
Mig hefur lengi langað til að prófa að gera whoopie-pie smákökur, aðallega af því að mig langaði svo mikið til að smakka þær (mér finnst flestar kökur með kremi alveg vandræðalega góðar). Ég hef hins vegar frekar takmarkaða dundurs-þolinmæði og hef dálítið sett fyrir mig að það þarf að setja þær saman hverja og eina… Halda áfram að lesa Whoopie-pie kaka
Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi
Ég hef svona í gegnum tíðina ekki verið neitt rosalega mikið í því að gera cupcakes (litlar kökur með fullt af kremi, ef einhver skyldi vera í vafa). Sennilega aðeins of tímafrekt fyrir mig. Ég fékk hins vegar alveg svakalegt craving í bara einhvers konar cupcakes í sumar og greip þá að sjálfsögðu í Magnolia-bakery… Halda áfram að lesa Djöflatertu-cupcakes með karamellukremi
Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma
Ég bakaði þessa ótrúlegu góðu kladdköku um daginn og fór með í matarboð. Kladdkakan er örugglega vinsælasta kökutegund Svía, útgáfurnar af henni eru óteljandi og ég er viss um að á flestum sænskum heimilum telur heimilisfólk sig vera með "bestu" uppskriftina. Ég veit að mörgum Íslendingum þykir daim-súkkulaði alveg sjúklega gott (ég er svosem enginn… Halda áfram að lesa Kladdkaka með daim-súkkulaðirjóma
Kit Kat – afmæliskaka
Þó að mér finnist ótrúlega gaman að baka og gæti gert það daglega (og jafnvel oft á dag, suma daga) þá leyfi ég mér það nú oftast ekki. Yfirleitt læt ég duga að baka laugardagsköku og svo þegar við fáum gesti eða eitthvað sérstakt stendur til. (það er reyndar merkilega auðvelt að finna upp á… Halda áfram að lesa Kit Kat – afmæliskaka
Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Á eftir kanilbullum hefur mér sýnst að kladdkaka sé vinsælasta bakkelsið í Svíþjóð. Kladdkökur eru til í ótal-útfærslum og ég sé reglulega á netinu keppnir í að búa til nýjar útgáfur af þessari köku. Kladdkaka er eiginlega sænska útfærslan á því sem Kanar kalla "brownies", fyrir þá sem ekki vita hvernig kaka þetta er (sem… Halda áfram að lesa Kladdkaka með daim-súkkulaði.
Kærleiksbitar
Frumburðurinn varð 10 ára í vikunni og þá getur maður að sjálfsögðu ekki vikist undan því að baka súkkulaðiköku. Ég nenni nú ekki alltaf að gera þriggja hæða, konfektmonster og hvað þá í miðri viku og langaði bara að gera einhverja einfalda köku enda finnst krökkum það oft best. Ég ákvað þ.a.l. að prófa að… Halda áfram að lesa Kærleiksbitar
Oreó-súkkulaðikaka
Ég er sennilega latasti bakari í heimi. Mér finnst svakalega gaman að baka og enn betra að borða það sem ég baka. Aftur á móti nenni ég sjaldnast að hafa mjög mikið fyrir bakstri og flóknar og langar uppskriftir fæla mig yfirleitt frá því að reyna. En stundum þá bara verður maður. Og þá er… Halda áfram að lesa Oreó-súkkulaðikaka
Brownies með marssúkkulaði
Ég ætlaði að gera þessa uppskrift og hafa sem eftirrétt fyrir okkur fjölskylduna á gamlársdag. Þegar til kastanna kom þá ákvað ég að okkur ætti örugglega ekkert eftir að langa í eftirrétt (sem reyndist því miður ekki rétt!) og bakaði hana því á nýársdag í staðin. Ég fann einhverja gamla brownies-uppskrift sem ég hafði skrifað… Halda áfram að lesa Brownies með marssúkkulaði
Uppáhálds skúffukakan mín
Núna undir lok nóvember er ekki laust við að smá jólafiðringur sé farinn að gera vart við sig. Og Svíar eru líka farnir að setja sig í startholurnar fyrir jólin - auglýsingablöðin hrúgast í póstkassan með allskyns auglýsingum um það sem maður hreinlega "verður" að eignast fyrir jólin. Og það sem maður verður að… Halda áfram að lesa Uppáhálds skúffukakan mín