Eftirréttir · Einfalt · Kökur

DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA

Við erum með einn rifsberjarunna í garðinum sem við höfum vanalega nota uppskeruna af í sultu. Sem betur fer mundi ég eftir þessari dásamlegu rifsberjaböku í tæka tíð þetta sumarið, sá uppskriftina nefnilega fyrir nokkrum árum og gleymi alltaf að gera hana þegar rifsberin eru orðin þroskuð.  Bakan brást ekki væntingum mínum – hún var… Halda áfram að lesa DÁSAMLEG RIFSBERJABAKA

Kökur · Muffins

Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi

Íslensk klassík · Kökur · Tertur

Peruterta

Peruterta er auðvitað klassíker á íslenskum kökuborðum en þessa bakaði ég síðasta sumar fyrir Simma vin minn þegar hann átti afmæli!  Hægt er að nota hvaða svampbotn sem er í raun  en ég er voða hrifin af botninum í Silvíuköku   Peruterta Svampbotn  3 egg 3 dl sykur 1.5 dl vatn 3 dl hveiti 3 tsk lyftiduft  Sykur og egg þeytt… Halda áfram að lesa Peruterta

Konfekt · Vegan

Páskakonfekt

Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp

Kökur · Muffins

Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Eins og svo oft áður var ég að horfa á FoodNetwork og þar sá ég Inu Garten fjalla um uppáhalds súkkulaðiuppskriftirnar sínar. Hún var með einhverjar rosalega fínar súkkulaði-cupcakes með hnetusmjörkremi. Kökurnar sjálfar hentuðu ekki fyrir mig þar sem í þeim er sýrður rjómi. Sýrðan rjóma er ekki hægt að fá laktosa frían og ég… Halda áfram að lesa Súkkulaði cupcake með hnetusmjörskremi

Muffins

Sítrónu cupcakes með hindberjakremi

Sprautupokinn og stúturinn eru komin í hús 😀 Það eru litlu hlutirnir sem gera mig kjánalega mikið spennta 🙂 Ég varð að prufa og þetta var ást við fyrstu sprautun. Ég tek þessar með mér í vinnuna og byrja þannig vinnuhelgina með stæl. Sítrónu cupcake með Hindberjakremi 100 gr kornax hveiti 1 1/2 tsk lyftiduft 1/8… Halda áfram að lesa Sítrónu cupcakes með hindberjakremi

Jól · Konfekt

Piparmyntu-Súkkulaði

Það er svo einfalt að gera þetta piparmyntusúkkulaði að það er varla hægt að tala um uppskrift. Svo er þetta líka ljómandi gott og jólalegt konfekt.   Piparmyntusúkkulaði 170 gr suðusúkkulaði 340 gr hvítt súkkulaði 1/2 tsk piparmyntudropar 3 piparmyntu jólastafir Leggið bökunarpappír á fat eða ofnskúffu. Bræðið 170 gr af hvítu súkkulaði. Þið getið annaðhvort… Halda áfram að lesa Piparmyntu-Súkkulaði

Jól · Konfekt

Rocky Road sælgæti

Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja… Halda áfram að lesa Rocky Road sælgæti