Nýjasta tölublað sænska bakstursblaðins Hembakat lenti í póstkassanum í síðustu viku og þar kenndi aldeilis ýmissa girnilegra grasa, m.a. var heill þáttur um bakstur með graskerjum. Ekki beinlínis eitthvað sem mér hefði dottið í hug sjálfri en það er kannski ekkert svo skrítið, svona miðað við að maður notar oft gulrætur í bakstur. Ég ákvað… Halda áfram að lesa GULRÓTAR- OG GRASKERSKAKA MEÐ PEKANHNETUKURLI
Tag: pekanhnetur
Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Pekanhnetubitar
Ég bakaði pekahnetubita fyrir jólin fyrir einhverjum árum síðan og fannst þeir alveg ótrúlega góðir. Pecan pie getur verið ansi þungt og mikið og þess vegna eru þessir litlu bitar alveg ótrúlega sniðugir, hægt að skera í litla bita og njóta þannig (að vísu hef ég smá tilhneiginu til að borða fleiri en einn og fleiri… Halda áfram að lesa Pekanhnetubitar
Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu
Stundum er það þannig að kona er ekki alveg raunsæ hvað varðar þau verkefni sem hún heldur að hún nái að leysa. Eftir að hafa verið heimavinnandi í tvö ár ákvað ég að skella mér í mastersnám við Stokkhólmsháskóla nú í haust. Óvænt bauðst mér svo vinna tengd faginu líka þannig að allt í einu… Halda áfram að lesa Graskers-kaffikaka með pekanhnetumylsnu
Eplakaka með rjómaostsfyllingu og karamellupekankremi.
Ok, ég ætla að vera alveg heiðarleg. Ég bakaði þessi köku fyrir mörgum mánuðum síðan. Ég sá hana á einhverjum af mínum óteljandi matarblogg-rúntum og varð alveg sjúk. En svo fannst mér hún bara ekkert heppnast nógu vel þegar ég bakaði hana og það pirraði mig alveg fáránlega mikið. Binna fannst þetta hins vegar einhver… Halda áfram að lesa Eplakaka með rjómaostsfyllingu og karamellupekankremi.
Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos
Bananabrauð er sennilega löngu orðið klassískt bakkelsi á íslenskum heimilum og er (allvega heima hjá mér) standard leið til að koma gömlum og ógirnilegum banönum í lóg. Einu sinni langaði mig til að breyta til og prófaði að baka þessa uppskrift sem er bæði með pekanhnetum og kókosmjöli, hún kemur úr matreiðslubók sem heitir The… Halda áfram að lesa Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos
Skjaldbökusmákökur
Ég er búin að bíða í margar vikur eftir að fá tækifæri til að gera þessar gómsætu smákökur sem ég sá á þessari síðu. Smákökur! þetta á eiginlega meira skilt við konfekt heldur en smákökur. Þetta er fullkominn biti til að fá sér með kaffinu. Skjaldböku smákökur 128 gr hveiti 43 gr kakó 1/4 tsk.… Halda áfram að lesa Skjaldbökusmákökur
Gúrmey Pecan Pie
Ég var alveg tóm í hausnum þegar kom að því að ákveða hvað ætti að vera í eftirrétt á gamlárskvöld. Ég gúgglaði, skoðaði nokkur matarblogg og allar (allar þrjár) uppskrifta bækurnar sem ég er með hérna hjá mér í Lund. Það var ekki fyrr en ég sá þessa uppskrift á Pioneer Woman sem ég vissi… Halda áfram að lesa Gúrmey Pecan Pie
Karamellu-epla-ostakaka
Þegar ég sá þessa uppskrift á einu matarblogginu sem ég fylgist með þá missti ég næstum andann af græðgi! Þvílík endemisheppni að hann Binni minn skyldi eiga afmæli nokkrum dögum seinna - hin fullkomna afsökun til að prófa dýrðina (þarf maður samt nokkuð svoleiðis þegar um svona fullkomnum er að ræða?) Þessi kaka er nákvæmlega… Halda áfram að lesa Karamellu-epla-ostakaka