Við höldum áfram að borða “kjötlaust” mörg kvöld í viku. Ég sagði frá því á snappinu í dag að við eigum tvær sænskar grænmetisréttarbækur sem eru algert æði, með fjölskylduvænum uppskriftum og sem víkka dálítið mikið sjóndeildarhringinn hvað varðar innihald grænmetisrétta. Í dag prófaði ég glænýja uppskrift úr annarri bókinni sem var sló eiginlega í… Halda áfram að lesa GNOCCHI MEÐ BUTTERNUTGRASKERI (V)
Tag: Eldhússystur
Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna Það sem þarf í þessa uppskrift er: – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr Súkkulaðimöffins 2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo
Hafrakökur með smjörkremi
Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi
Súkkulaðihafrabollur
Súkkulaðihafrabollur eru algengar hér í Svíþjóð og allir fjölskyldumeðlimir eru ótrúlega hrifnar af þeim sem maður fær út í búð nema ég. Þegar ég var að dunda mér við að baka um daginn langaði annan strákanna minna að halda mér selskap í eldhúsinu og þá datt mér strax í hug þessi uppskrift sem ég hafði… Halda áfram að lesa Súkkulaðihafrabollur
AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Okkur var boðið að vera með uppskrift í fréttablaðinu 🙂 Við ákváðum að slá til og deila með lesendum fréttablaðsins uppskrift að súkkulaðikökunni hennar mömmu. Ég er margoft búin að dásama þessa köku og hindberjasmjörkremið hérna á blogginu, meðal annars hér, hér og hér . 🙂 Uppskriftir Gott er að gera marengstoppana með smá fyrirvara Marengstoppar 3 dl sykur 4 eggjahvítur … Halda áfram að lesa AFMÆLISKAKA ÚR ELDHÚSI ELDHÚSSYSTRA
Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Binni gaf mér fyrir löngu uppskrifta bók frá Magnolía bakaríinu í New York og ég hef áður birt uppskrift úr þeirri bók. Ég hef samt alls ekki verið nógu dugleg að nota hana sem er mjög skrítið því að allt sem ég baka upp úr henni heppnast ótrúlega vel. Í dag ákvað ég að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaði-cupcakes með sjúklegu súkkulaðikremi
Sjónvarpskaka
Áður en við fluttum til Svíþjóðar bakaði ég þessa köku reglulega. Halli er ekkert sérstaklega hrifinn af henni og eftir að við systurnar byrjuðum með þetta blogg var komin einhver voða pressa með að koma alltaf með eitthvað nýtt og því hætti ég að baka gömlu góðu uppskriftirnar. Þegar ég bakaði hana oft googlaði ég… Halda áfram að lesa Sjónvarpskaka
Döðlugott (v)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég hef verið þegar þetta kom, sá og sigraði Ísland (kannski í Svíþjóð). Ég hef aldrei heyrt um þetta og rakst á uppskrift að þessu þegar ég var að fara í gegnum vinnutölvuna í leit að einhverju. Þegar ég sá word skjal merkt uppskriftir þá gat ég bara ekki annað… Halda áfram að lesa Döðlugott (v)
Súkkulaði börkur
Það er varla að þetta teljist sem uppskrift þetta er svo einfalt 🙂 Þetta er þrátt fyrir einfaldleikan ljúffengt, gleður augað og er tilvalið til að eiga til inn í ísskáp/frysti ef gesti ber að garði. Það er ljómandi gott að maula á þessu með kaffibollanum 🙂 Súkkulaði börkur með hnetum og ávöxtum 450 gr… Halda áfram að lesa Súkkulaði börkur
Valentínusarrúlluterta
Það tilheyrir að koma með einhverja köku sem heiðrar valentínusardaginn 🙂 Þessa er tilvalið að bjóða uppá ef það koma gestir í kaffi eða ef þið eruð að vinna og viljið gleðja vinnufélagana. Það er ansi langt síðan ég sá svona skreytta rúllutertu í tímaritinu Hembakat og heillaði þetta mig strax. Það er auðvitað hægt… Halda áfram að lesa Valentínusarrúlluterta