Brauð og bollur

Pólarbrauð

Þegar við fjölskyldan fluttum til Svíþjóðar 2006 tóku drengirnir okkar algjöru ástfóstri við nákvæmlega eitt sem var matarkyns: "hringabrauð". Og þegar við fluttum aftur heim 2008 var þetta u.þ.b. það eina sem þeir söknuðu frá Svíþjóð. Ég held í alvöru að þeir hefðu getað lifað á þessu brauði einu saman (svona næstum því). Brauðið vinsæla… Halda áfram að lesa Pólarbrauð

Brauð og bollur · Gerbakstur

Hunangs- og hafrabrauð

Það hefur verið full hljóðlátt á bloggvígstöðvunum síðustu vikur, ég bókstaflega að drukkna í verkefnavinnu í skólanum og í nýju vinnunni og hin eldhússystirin ansi nálægt því að fjölga mannkyninu aftur 🙂 Það hjálpar svo ekki að tölvan mín er algerlega við það að gefa upp öndina og varla hægt að hlaða myndum inn á… Halda áfram að lesa Hunangs- og hafrabrauð

Brauð og bollur · Gerbakstur

Mjög fljótlegar morgunverðarbollur!

Þegar kona heldur úti matarbloggi kemst hún ekki upp með að baka alltaf sömu uppskriftina aftur og aftur. Þess vegna er ég t.d. alltaf á höttunum eftir nýjum uppskriftum af morgunverðarbakkelsi og sá þessar ótrúlega fljótlegu brauðbollur á sænsku bloggi, virkuðu nú eiginlega of fljótlegar til að vera góðar 😀 Það þarf ekkert að hnoða… Halda áfram að lesa Mjög fljótlegar morgunverðarbollur!

Brauð og bollur · Muffins

Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos

Bananabrauð er sennilega löngu orðið klassískt bakkelsi á íslenskum heimilum og er (allvega heima hjá mér) standard leið til að koma gömlum og ógirnilegum banönum í lóg. Einu sinni  langaði mig til að breyta til og prófaði að baka þessa uppskrift sem er bæði með pekanhnetum og kókosmjöli, hún kemur úr matreiðslubók sem heitir The… Halda áfram að lesa Bananabrauð með ristuðum pekanhnetum og kókos

Brauð og bollur · Gerbakstur

Hvítlauksbrauð

Þegar við fjöskyldan bjuggum fyrst í Stokkhólmi fyrir nokkrum árum keypti ég matreiðslubók, Bonniers kokbok, sem ég hef notað afskaplega mikið síðan og reynst mér vel. Ein af fyrstu uppskriftunum sem ég prófaði upp úr henni var hvítlauksbrauð og það er óhætt að segja að brauðið hafi slegið í gegn hjá fjölskyldunni og ég er… Halda áfram að lesa Hvítlauksbrauð