Brauð og bollur

Bananabrauð

Hver kannast ekki við það að eiga banana sem eru orðnir aðeins of brúnir til þess að maður hafi lyst á að borða þá? Það er alger óþarfi að henda þeim þar sem það er hægt að nota þá til að búa til gúrmei-bananabrauð. Ég fann þessa uppskrift á allrecipes.com .

Bananabrauð

2 bollar hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1 bolli smjör
2 bollar púðursykur
2 bollar stappaðir bananar ( 5 stk ca)
4 egg
1 bolli hakkaðar hnetur (pekanhnetur eða valhnetur)

Hitið ofninn í 175°c og smyrjið 2 brauð form

Setið öll þurrefnin í skál.

Í aðra skál setjið sykur og bráðið smjör, blandið vel saman. Hrærið bönunum og hnetum saman við sykur/smjörið. Sláið í sundur eggin og bætið þeim við hræruna – hrærið vel saman.

Bætið þurrefnunum við í ca 3 hollum og hrærið eins lítið og þið komist upp með.

Hellið í sitt hvort bökunarformið og bakið í 60 til 70 mínútur.

Borðist með helling af smjöri

Myndi ég baka þetta aftur?: Já, hiklaust. Þetta er einfalt og fljótlegt brauð sem vakti mikla lukku hjá fjölskyldunni.

Ein athugasemd á “Bananabrauð

  1. Bananabrauðsuppskriftin er bara ágæt. Átti ekki hnetur en það gerði ekkert til. Jók kanilin um helming = 2 tesk. Bara fín kaka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s