Elsti strákurinn minn átti að koma með eitthvað góðgæti með sér í halloween-partý í skólanum í vikunni og ég sem var nýbúin að sjá fullt af flottu halloween-gúmmelaði um síðustu helgi datt strax í hug frekar ógeðslegir nornaputtar sem ein fjölskyldan hafði komið með sér þá. Ég fann einfalda uppskrift og við Hilmir hjálpuðumst að… Halda áfram að lesa Grænir nornafingur
Flokkur: Kökur
Marsipanlengja
Þessi uppskrift er stökkbreyting á einni af fyrstu uppskriftunum sem við settum hérna á bloggið 🙂 Kanillflétta var uppáhaldið mitt lengi vel. Þarsíðustu helgi ákvað ég að prufa að setja nýja fyllingu í hana, ég gerði reyndar 4 mismunandi fyllingar en mér fannst þessi bera af. Marsipanlengja 50 gr ferskt ger (1 pk þurrger = 15… Halda áfram að lesa Marsipanlengja
Halloween kaka með könguló
Íslendingafélagið í Stokkhólmi hélt snemmbúið Halloween-ball í gær og þar sem boðið var pálínuboð áttu allir að koma með eitthvað með sér í Halloween-stíl. Ég er nú ekki beinlínis þekkt fyrir að vera sérlega frumleg né hugmyndarík í kökuskreytingum en sem stjórnarkona í félaginu gat ég ekki annað en fylgt eigin skipunum og mætt með… Halda áfram að lesa Halloween kaka með könguló
Frönsk Súkkulaðikaka
Um síðustu helgi buðum við gestum upp á Boeuf Bourgignon (sem er í alvöru talað eitthvað það allra besta sem ég fæ!) og mér fannst þá viðeigandi að bjóða upp á franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Eftirfarandi uppskrift er auðvitað löngu orðin klassík á Íslandi en hún verður svo sannarlega ekki verri fyrir það 🙂 (Ég… Halda áfram að lesa Frönsk Súkkulaðikaka
Kókos-cupcakes
Ég bakaði þessar kókos-cupcakes um síðustu helgi og varð ekki fyrir vonbrigðum, algert sælgæti 🙂
Dumlekladdkaka
Í dag ætla ég að bjóða upp á enn eina kladdkökuuppskriftina 🙂 Þessi var alveg einstaklega góð að mínu mati, og eins og aðrar kladdkökur bæði einföld og fljótleg. Alveg tilvalin til að prófa á notalegum haustlaugardegi!
Epla-cupcake með púðursykurskremi
Það gerist ekkert rosalega oft að ég baki í miðri viku, en stundum fæ ég bara tryllt kreiving og þá þýðir ekkert að ætla að kaupa sér eitthvað út úr búð því mér finnst það aldrei jafn gott og það sem kona getur bakað sjálf. Í gærkvöldi var semsagt eitt af þessum kvöldum þar sem… Halda áfram að lesa Epla-cupcake með púðursykurskremi
Lakkrískladdkaka
Lakkrís þemað heldur áfram 🙂 Þrátt fyrir að Svíar elski kladdkökurnar sínar bakaði ég samt aldrei kladdköku þegar við bjuggum í Svíþjóð. Það var ekki seinna vænna að prufa þennan þjóðarrétt og vorum við ekki svikin, hún er SÚPER fljótleg og gott lakkrís bragð af henni.
Smákökukaka
Ok, ég veit að ljósmyndahæfileikar mínir hafa oft skinið aðeins skærar en hérna en þessi kaka var í alvöru ótrúlega góð. Nafnið 'smákökukaka' er réttnefni því að þetta er eiginlega bara risastór smákaka, svona eins og risa subway-smákaka sem er borðuð eins og terta, t.d. með ís. Og súperfljótleg (sérstaklega ef maður býr ekki í… Halda áfram að lesa Smákökukaka
Saltlakkrís ostakaka
Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli 😉 Ég er sjúklega vanaföst, það má ekkert fikta með uppskriftir sem ég hef gert og fíla vel. Ég er sérstaklega slæm þegar kemur að einhverju sem var bakað eða eldað á einhvern ákveðinn hátt þegar ég var barn. Vegna þessa vandamáls míns þá er ég… Halda áfram að lesa Saltlakkrís ostakaka