Það eru bara 5 hráefni í þessu pæ-i.. Hún er syndsamlega góð og sjúklega djúsí. Það passar fullkomlega að drekka kaffi og fá sér smá (lesist: stóra) sneið af þessari dásemd. Hún er temmilega fljótgerð, auðveld og það þarf ekki að baka hana. Það eina sem þarf er pláss í ísskápnum. Oreo-karamellu súkkulaðipæ 36 oreos… Halda áfram að lesa Oreo-karamellu súkkulaðipæ
Category: Eftirréttir
Ostakökubrownie með hindberjum
Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti.… Halda áfram að lesa Ostakökubrownie með hindberjum
Vatnsdeigsbollur
Það viðurkennist hér með að ég verð seint talin vera sérstakur snillingur í gerð vatnsdeigsbolla. Það hefur í gegnum árin verið aðeins hipsum haps hvort þær takast hjá mér eða ekki. Ég þoli ekki svona klúðursbakstur og þar sem ég var heima í gær með veiku barni ákvað ég að demba mér í baksturinn. Ég… Halda áfram að lesa Vatnsdeigsbollur
Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Ég fékk matreiðslubók frá frægum sænskum matarbloggara, Lindu Lomelino, í kveðjugjöf frá gömlu vinnunni um daginn. Bókin er stútfull af girnilegum uppskriftum og þegar ég hnaut um þessa pavlovu-uppskrift í bókinni þá vissi ég að þetta yrði fyrsta uppskriftin sem ég myndi prófa úr þeirri bók – hún bókstaflega öskraði í mig. Við fengum gesti… Halda áfram að lesa Súkkulaðipavlova með mascarponerjóma
Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Ó mig auma, ég eiginlega á bara ekki til lýsingarorð yfir það hvað þessi ostakaka er ljúffeng! Ég notaði tækifærið og bakaði hana þó svo að aðventan sé ekki komin þar sem örverpið átti 1 árs afmæli núna um helgina. Þessi uppskrift er að mörgu leiti mjög svipuð ostakökunni hennar mömmu nema í þessari eru egg og… Halda áfram að lesa Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Piparköku-kladdkaka
Ég er aðeins farin að leyfa mér að prófa smá jóla/aðventu-bakstur þó að enn sé langt til jóla . Hér í Svíþjóð virðist önnur hver jólauppskrift vera með piparkökukryddum og kannski er ég bara búin að vera hérna of lengi en allt í einu hljóma allar þessar uppskriftir dásamlega girnilega í mín eyru 😀Þessa kladdkökuuppskrift… Halda áfram að lesa Piparköku-kladdkaka
Banoffee pie
Mig er lengi búið að langa til að prófa að gera Banoffee Pie (fannst voða sniðugt þegar ég fattaði seint og um síðir (eða ok maðurinn minn sagði mér) að Banoffee er samsett úr orðunum banani og toffee…) og ég skil eiginlega ekki af hverju þetta tók mig svona langan tíma – þetta er sennilega… Halda áfram að lesa Banoffee pie
Dumlekladdkaka
Í dag ætla ég að bjóða upp á enn eina kladdkökuuppskriftina 🙂 Þessi var alveg einstaklega góð að mínu mati, og eins og aðrar kladdkökur bæði einföld og fljótleg. Alveg tilvalin til að prófa á notalegum haustlaugardegi!
Saltlakkrís ís
Það er náttúrulega bara kjánalegt hvernig ég er að opinbera mig á þessu bloggi sem saltlakkrís sjúka! Ég ELSKA saltan lakkrís, ekki sætan lakkrís. Sætur lakkrís er bara sóun á góðu hráefni finnst mér 🙂 Ég fíla það í ræmur að geta gert mitt eigið bakkelsi núna með lakkrísbragði. Þessi ís er mín eigin uppfinning,… Halda áfram að lesa Saltlakkrís ís
Heimalagaður ís
Ís 6 stk eggjarauður ½ bolli dökkur púðursykur 1 tsk vanilla ½ l þeyttur rjómi Rauður og sykur þeytt vel saman. Rjóma og vanillu hellt saman við og hrært þar til allt er vel blandað saman. Hellið í brauðform eða form að eigin vali og frystið. Gott er að taka ísinn út á 30-40 min… Halda áfram að lesa Heimalagaður ís