Brauð og bollur · Gerbakstur

Focaccia

Sennilega er ég búin að segja það svona 20 sinnum á þessu bloggi en það er fátt sem gerir góða máltíð betri heldur en nýbakað brauð. Eiginlega verður brauðið næstum því aðalrétturinn, svo hefur maður smá grænmetissúpu á kantinum til þess að ljúga því að sjálfri sér að þetta sé nú næstum því bara hollt… Halda áfram að lesa Focaccia

Eftirréttir · Kökur

Sítrónukladdkaka

Við fengum vini í mat um síðustu helgi og buðum upp á líbanskt meze-hlaðborð (meira um það seinna). Þar sem smáréttahlaðborðið tók frekar langan tíma í undirbúningi ákvað ég að hafa mjög fljótlegan eftirrétt og fann þá þessa girnilegu sítrónukladdköku á heimasíðu Hembakat. Eins og allar aðrar kladdkökur var hún svakalega fljótleg og aldrei þessu… Halda áfram að lesa Sítrónukladdkaka

Kökur

Massaríkaka (Marsípankaka)

Hafiði einhvern tíman sé þáttinn “The Great British Bake Off”? Það er til sænsk eftirherma: “Hela Sverige Bakar” sem gengur út á að heimabakarar (semsagt ekki atvinnufólk) keppir í bakstri – ég á reyndar oft erfitt með að horfa á þetta því ég verð svo ótrúlega stressuð þegar ég sé hvað þau þurfa að baka… Halda áfram að lesa Massaríkaka (Marsípankaka)

Brauð og bollur · Gerbakstur

Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Ég hef áður gefið uppskrift að pull-apart brauði á þessu bloggi en þegar ég fékk bókina hennar Lindu Lomelinu í hendurnar og sá þessa uppskrift með brúnuðu smjöri varð ég auðvitað alveg sjúk í að prófa, samsetningin var alveg augljóslega þannig að hún gat ekki klikkað 🙂 Uppskriftin er frekar löng en hún er alls ekki flókin og tekur… Halda áfram að lesa Pull-apart brauð með brúnuðu smjöri

Annað · Kökur

Smjörkrem með hvítu súkkulaði

Smjörkrem með hvítu súkkulaði  1 bolli (230 gr) mjúkt smjör 2 bollar (250 gr)  flórsykur 3-5 msk rjómi 170 gr hvítt súkkulaði  Bræðið súkkulaðið, látið það standa og leyfið mesta hitanum að fara úr því án þess þó að það harðni aftur.  Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er orðið létt og ljóst, tekur ca 3-4 min… Halda áfram að lesa Smjörkrem með hvítu súkkulaði

Konfekt · Vegan

Páskakonfekt

Páska konfekt 40 möndlur 200 gr odense konfektmarsipan 200 gr suðusúkkulaði eða 70% súkkulaði skraut Ristið möndlurnar á pönnu. Þekið möndlurnar með marsipani (5 gr á hverja möndlu) og reynið að móta marsipanið eins og egg. Bræðið súkkulaðið og húðið marsipanmöndlurnar og skreytið að vild. Kælið í ískáp

Eftirréttir · Vegan

Oreo-karamellu súkkulaðipæ

Það eru bara 5 hráefni í þessu pæ-i.. Hún er syndsamlega góð og sjúklega djúsí. Það passar fullkomlega að drekka kaffi og fá sér smá (lesist: stóra) sneið af þessari dásemd. Hún er temmilega fljótgerð, auðveld og það þarf ekki að baka hana. Það eina sem þarf er pláss í ísskápnum. Oreo-karamellu súkkulaðipæ 36 oreos… Halda áfram að lesa Oreo-karamellu súkkulaðipæ

Eftirréttir · Kökur

Ostakökubrownie með hindberjum

  Það er ekki alltaf einfalt að vera með bakstursblogg, þótt ég gjarnan myndi vilja borða allt sjálf sem ég baka þá gengur það magnsins vegna ekki alveg upp. Þess vegna býðst ég oft til að koma með “nesti” með mér þegar ég fer til sumra vina minna og þessi kaka var einmitt slíkt góðgæti.… Halda áfram að lesa Ostakökubrownie með hindberjum

Aðalréttir · Kjúklingaréttir

Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu

Ég er sennilega með frekar barnalegan smekk á mat en þetta fannst mér alveg ótrúlega gott kjúklingagratín, og fljótlegt var það. Tvær flugur í einu höggi skal ég segja ykkur 🙂 Nachos-kjúklingur í salsarjómaostsósu 900 gr kjúklingur smjör salt og pipar 300 gr rjómaostur 1 krukka salsasósa (ekki verra ef það fæst garlic-salsa sósa heima).… Halda áfram að lesa Nachos-kjúklingur í salsarjómaostasósu