Það kannast örugglega allir við að detta niður í algert hugmyndaleysi í eldhúsinu og elda það sama viku eftir viku eftir viku. Við erum búin að vera ganga í gegnum slíkt tímabil að undanförnu þannig að ég ákvað að taka mig (okkur) á og fara að leita að smá innblæstri á netinu. Það var einmitt… Halda áfram að lesa Innbakað nautahakk
Tag: kvöldmatur
Indverskar kjötbollur
Ég og Binni erum alveg sérlega hrifin af indverskum mat og förum t.d. reglulega saman út að borða í hádeginu hér í Stokkhólmi á stað sem heitir Indian Garden. Þá verður gjarnan fyrir valinu spínatréttur með indverskum paneer-osti. Við höfum líka tekið nokkur tímabil þar sem við eldum indverskan mat frá grunni hér heima og… Halda áfram að lesa Indverskar kjötbollur
Quesadillas með pulled pork
Hafið þið prófað að elda pulled pork? Ég gaf uppskriftina sem við notuð upp hérna á síðunni fyrir dálitlu síðan og hún er ennþá í mikilli notkun hér á heimilinu. Reyndar virðist núna hafa gripið um sig einhvers konar pulled pork æði, allavega hér í Svíþjóð. Og margir hérna virðast halda að þetta sé einhver… Halda áfram að lesa Quesadillas með pulled pork
Sænskar kjötbollur
Eitt af því sem kom mér á óvart þegar við fluttum til Svíþjóðar var að Svíar borða kjötbollurnar sínar við öll tækifæri, á mánudögum og laugardögum, á jólunum, á jólahlaðborðum, á midsommar-hátðinni (sem er nærri stærri en jólin) - já, Svíar láta sér ekkert tækifæri til að borða köttbullar ganga úr greipum! Eftir 5… Halda áfram að lesa Sænskar kjötbollur
Heimagerð hamborgarabrauð
Hefur ykkur ekki alltaf dreymt um að baka eigin hamborgarabrauð? Ekki það? Skrítið 😉 Ég rakst e-n tíman á uppskrift að hamborgarabrauðum og ákvað að þau hlytu að vera miklu betri heldur en búðarbrauðin. Ég meina, það er jú auðvitað eiginlega allt heimabakað betra en búðarkeypt að mínu mati. Binni eldaði pulled pork í morgun… Halda áfram að lesa Heimagerð hamborgarabrauð
Kjúklingagratín með eplum og karrý
Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér undanfarið að ég hef varla haft tíma til að heilsa fjölskyldumeðlimunum hvað þá annað. Ég lauk í vikunni margra daga heimaprófi og um helgina átti svo að halda upp á 2 ára afmæli dótturinnar og ég var búin að ákveða að taka mér algjört… Halda áfram að lesa Kjúklingagratín með eplum og karrý
Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu
Binni tók sig til um helgina, einu sinni sem oftar, og eldaði mat sem mætti kannski best lýsa sem salati með svínakjöti og kartöflubátum? Ég held það megi klárlega segja að þetta sé réttur þar sem summan er stærri en einstakir partar jöfnunnar (versta þýðing í heimi hérna kannski? - jæja, hvað um það :)… Halda áfram að lesa Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu