Aðalréttir · Svínakjöt

Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu

Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu

Binni tók sig til um helgina, einu sinni sem oftar, og eldaði mat sem mætti kannski best lýsa sem salati með svínakjöti og kartöflubátum? Ég held það megi klárlega segja að þetta sé réttur þar sem summan er stærri en einstakir partar jöfnunnar (versta þýðing í heimi hérna kannski? – jæja, hvað um það 🙂 ) Okkur fannst þetta semsagt alveg ótrúlega gott, nammi nammi namm. Takk fyrir mig Binni 🙂

Ath: við breyttum uppskriftinni aðeins, minnkuðum ólívuolíuna mikið, vorum með minna kjöt og helmingi minna ruccolasalat. Þið getið stuðst við upprunalegu uppskriftina ef þið viljið meira „af öllu“  en mín miðast við hvernig Binni eldaði réttinn 🙂Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu

Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu

Hráefni
600 gr svínalund
700 gr kartöflur
150 gr ruccolasalat
1 rauðlaukur
150 gr fetaostur
3 – 400 gr kirsuberjatómatar

Dressing
3 dl ólívuolía
1 knippi fersk basilika
2 – 3 hvítlauksgeirar (eftir smekk)
Salt og pipar eftir smekk

Aðferð
Stillið ofninn á 200 gr.

Brúnið svínalundina á pönnu, saltið og piprið og setjið svo í ofninn í 20 mínútur. Takið hana svo út og setið í álpappír og látið hvíla fram að því að maturinn er borinn fram.

Skerið kartöflurnar í ca. 1 – 1,5 cm þykka báta, leggið í eldfast mót eða ofnskúffu og blandið með smá olíu. Bakið kartöflurnar við 200 gr. í ca. 30 mínútur, þar til þær eru farnar að brúnast aðeins.

Skerið tómatana í helminga, myljið fetaostinn aðeins og skerið laukinn í strimla.

Dressingin
Hellið olíunni í skál. Merjið hvítlaukinn og setjið út í olíuna. Takið öll blöð af basilikinu, hakkið og setjið í olíuna ásamt salt og pipar. Blandið vel saman.

Borið fram
Setjið hluta af ruccolanu á stórt fat. Skerið kjötið í álíka stóra bita og kartöflurnar. Setjið kartöflurnar ofan á salatið ásamt kjötinu. Setjið kirsuberjatómata og lauk ofan á. Leggið hráefnin á svona í nokkrum umgöngum (svipað og með lasagne). Setjið fetaostinn yfir að síðustu. Setjið að lokum 2/3 af dressingunni yfir. Afganginn af dressingunni má setja í skál og fólk getur fengið sér að vild.

Berið gjarnan fram með góðu brauðu.

Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s