Binni tók sig til um helgina, einu sinni sem oftar, og eldaði mat sem mætti kannski best lýsa sem salati með svínakjöti og kartöflubátum? Ég held það megi klárlega segja að þetta sé réttur þar sem summan er stærri en einstakir partar jöfnunnar (versta þýðing í heimi hérna kannski? - jæja, hvað um það :)… Halda áfram að lesa Svínalund með basiliku- og hvítlauksdressingu
Tag: kirsuberjatómatar
Tómat- og mozzarellabrauð
Eins og mér finnst gaman að gerbakstri þá er ég ekkert rosalega dugleg við að prófa nýja brauðuppskriftir. Ég er samt alltaf að reyna að horfa í kringum mig og finna eitthvað spennandi og um daginn sá ég uppskrift að tómat- og mozzarellabrauði í sænska tímaritinu Bakat. Ég ákvað að það hlyti að vera gott… Halda áfram að lesa Tómat- og mozzarellabrauð