Við systurnar byrjuðum með þetta blogg þegar ég var nýflutt til Svíþjóðar með fjölskylduna mína. Nú er svo komið að við erum að flytja aftur heim til Íslands. Þetta blogg hefur að öllu leiti snúist um uppskriftir og lítið fengið að fljóta með af fréttum úr okkar persónulega lífi. Mig langar til að taka þessi tvö… Halda áfram að lesa Árin mín tvö í Lund
Tag: Eldhússystur
Gjafaleikur Eldhússystra
Við systurnar eru búnar að fá margar fyrirspurnir um hvar hægt sé að nálgast lakkrísduft sem við höfum notað í uppskriftir hér, hér og hér. Okkur finnst því kjörið að gefa einhverjum heppnum lesanda bloggsins lakkrísduft og eintak af hemabakat, þar sem við erum báðar einlægir aðdáendur þessa tímarits. Það sem þú þarft að gera til… Halda áfram að lesa Gjafaleikur Eldhússystra
Cinnabon ostakaka
Ég er komin með nett æði fyrir ostakökum. Þegar ég var yngri fannst mér þær hreinn viðbjóður, en í dag læt ég mig dreyma um rjómann, rjómaostinn og sykur sæluna sem ostakökur eru. Ég ólst upp við ostakökur sem voru frystar og með kexbotni. Þessi er ekki þannig, heldur er hún bökuð og hefur engann… Halda áfram að lesa Cinnabon ostakaka
Áramótauppgjör 2013
Enn einu sinni (og nokkuð fyrirsjáanlega 😉 ) renna þessi tímamót upp. Þá er auðvitað við hæfi að líta aðeins um farinn veg og deila með ykkur vinsælustu færslunum á bloggi okkar eldhússystra 🙂 1. Rabbabarabaka fyrir lata Þessi sannkallaða letibaka vakti mikla lukku meðal íslenskra rabbabaraaðdáenda, og það er ekkert skrítið, hún er bæði ótrúlega… Halda áfram að lesa Áramótauppgjör 2013
Hrekkjavaka 2013
Íslendingar eru aðeins farnir að potast við að halda uppá hrekkjavöku. "Hrekkjavaka er hátíðisdagur ættaður frá keltum þar sem hann hét upphaflega Samhain (borið fram sánj á gelísku). Þá voru færðar þakkir fyrir uppskeru sumarsinns og boðuð koma vetursins. Hrekkjavaka er haldin 31. október, kvöldið fyrir Allraheilagramessu. Hún nefnist á enskri tungu „Halloween“ sem er annar ritháttur fyrir „Hallowe’en“. Hallowe’en er svo stytting á nafninu „All Hallows’ Evening“… Halda áfram að lesa Hrekkjavaka 2013
Afmælisleikur
Fyrir tæpu ári byrjuðum við systur fyrir alvöru með litla kökubloggið okkar. Við erum rosalega ánægðar með viðbrögðin sem við höfum fengið (og það að hafa haldið það út að blogga í næstum heilt ár!) og í tilefni þess höfum við ákveðið að vera með smá leik. Það eina sem þú þarft að gera er… Halda áfram að lesa Afmælisleikur
Kanilsnúningur
Hvaða rugl er það að sjá uppskrift og ég bara VERÐ að baka hana! Klukkan orðin meira en 21 og þetta er gerdeig. Ég átti meira að segja eftir að pakka fyrir ferðalagið mitt til Stokkhólms sem var á dagskránni morguninn eftir *hristi haus*. Ég var kannski örlítið þreyttari daginn eftir en ég hefði þurft… Halda áfram að lesa Kanilsnúningur
Tíminn líður hratt á gervihnattaöld
Eins og kannski margir vita þá erum við systurnar með Facebook síðu þar sem hægt er að smella á Like og þá er ennþá auðveldara að fylgjast með okkur og eldhúsævintýrum okkar 🙂 Fyrir svolitlu síðan ákváðum við að skella okkur á Pinterest líka svo þeir sem það kjósa geti auðveldar geymt uppskriftirnar okkar og… Halda áfram að lesa Tíminn líður hratt á gervihnattaöld