Síðustu tvö jól hef ég verið í Svíþjóð á jólunum. Ég var tíður gestur á kaffihúsinu Espresso House. Á jólunum bjóða þeir upp á svokallaðan Tomte-latte. Ég er alveg mjög döpur yfir því að geta ekki fengið mér eins og 20 stk. Tomte-latte þessi jólin, en piparkökukaffið slær ágætlega á löngunina. Piparkökusíróp 2 bollar vatn 1… Halda áfram að lesa Piparkökusíróp fyrir kaffibollann
Category: Jól
Piparmyntu-Súkkulaði
Það er svo einfalt að gera þetta piparmyntusúkkulaði að það er varla hægt að tala um uppskrift. Svo er þetta líka ljómandi gott og jólalegt konfekt. Piparmyntusúkkulaði 170 gr suðusúkkulaði 340 gr hvítt súkkulaði 1/2 tsk piparmyntudropar 3 piparmyntu jólastafir Leggið bökunarpappír á fat eða ofnskúffu. Bræðið 170 gr af hvítu súkkulaði. Þið getið annaðhvort… Halda áfram að lesa Piparmyntu-Súkkulaði
Pekanhnetubitar
Ég bakaði pekahnetubita fyrir jólin fyrir einhverjum árum síðan og fannst þeir alveg ótrúlega góðir. Pecan pie getur verið ansi þungt og mikið og þess vegna eru þessir litlu bitar alveg ótrúlega sniðugir, hægt að skera í litla bita og njóta þannig (að vísu hef ég smá tilhneiginu til að borða fleiri en einn og fleiri… Halda áfram að lesa Pekanhnetubitar
Rocky Road sælgæti
Síðustu ár hef ég orðið vör við að nammi sem kallast “Rocky Road” er gríðarlega vinsælt hér í Svíþjóð, sérstaklega fyrir jólin. Maður sér þetta líka í ýmsum útfærslum, rocky road ís, rocky road kladdkökur og þar fram eftir götunum. Núna ákvað ég loksins að prófa að búa þetta sælgæti, maður verður að reyna fylgja… Halda áfram að lesa Rocky Road sælgæti
Hálfmánar með sultu
Hálfmánar með sultu 800 gr Kornax hveiti 400 gr smjör við stofuhita 400 gr sykur 1 tsk hjartasalt 5 Nesbúegg 3 tsk kardimommur Sveskju- eða rabarbarasulta Slegið egg til að pennsla með Kveikið á ofninum á 190° Hnoðið öllum innihaldsefnunum saman. Fletjið út og skerið út hringi, setjið 1/2 tsk af sultu í miðjan hringinn,… Halda áfram að lesa Hálfmánar með sultu
Vanillukaramella með sjávarsalti
Eins og fram hefur komið hérna þá er Ágústa mín með laktósaóþol. Þegar við fluttum til Svíþjóðar kom það okkur mjög á óvart hvað það var til mikið úrval af laktósfríum vörum þar. Á litla Íslandi var ekkert slíkt í boði og notuðum við mikið sojamjólk og hrísmjólk, enda þekktum við ekki annað. Þegar við… Halda áfram að lesa Vanillukaramella með sjávarsalti
Heitt Súkkulaði
Heitt Súkkulaði 150 gr konsum súkkulaði 1 L nýmjólk salt á hnífsoddi 250 ml rjómi (þeyttur) Aðferð Hitið mjólkina á miðlungs hita. Þegar hún er orðin volg er saltinu og súkkulaðinu bætt út í í bitum. Hrærið reglulega í mjólkinni, ekki fara frá henni því mjólk er enga stund að sjóða uppúr. Hitið súkkulaðið að… Halda áfram að lesa Heitt Súkkulaði
Piparköku- og marsipantrufflur
Ég gerði þessar ljúffengu piparköku- og marsípantrufflur um daginn. Var ég nokkuð búin að segja ykkur að Svíar eru svoldið trylltir í allt piparköku-eitthvað þegar nær dregur jólum? Ég virðist hafa smitast allsvakalega af þessari veiki núna og gat ekki staðist þetta kombó, piparkökur og marsípan. Ég meina í alvöru talað – hvernig getur þetta… Halda áfram að lesa Piparköku- og marsipantrufflur
Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Ó mig auma, ég eiginlega á bara ekki til lýsingarorð yfir það hvað þessi ostakaka er ljúffeng! Ég notaði tækifærið og bakaði hana þó svo að aðventan sé ekki komin þar sem örverpið átti 1 árs afmæli núna um helgina. Þessi uppskrift er að mörgu leiti mjög svipuð ostakökunni hennar mömmu nema í þessari eru egg og… Halda áfram að lesa Piparköku-ostakaka með hvítu súkkulaði
Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Stundum kemst ég í alveg ferlegt jólaskap alveg dálítið löngu áður en flestum finnst það í lagi. Um daginn kom einmitt yfir mig þessi svakalegi jólafílingur og áður en ég vissi af var ég búin að henda í þessar piparkökumuffins með kanilkremi. Þær sviku mig heldur ekki – virkilega góðar og ég get alveg mælt… Halda áfram að lesa Piparköku-cupcakes með kanilkremi