Kökublogg rúnturinn er reglulegt fyrirbæri, það kemur oftar en ekki fyrir að ég sé eitthvað sem ég svo get ekki hætt að hugsa um 🙂 Þessar smákökur fylgdu mér í nokkra daga áður en ég bugaðist og hreinlega varð að baka þær 😉 Innihaldsefni 2 bollar hveiti 1/2 bolli sykur 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk… Halda áfram að lesa Smákökur með sultu
Tag: Smákökur
Skjaldbökusmákökur
Ég er búin að bíða í margar vikur eftir að fá tækifæri til að gera þessar gómsætu smákökur sem ég sá á þessari síðu. Smákökur! þetta á eiginlega meira skilt við konfekt heldur en smákökur. Þetta er fullkominn biti til að fá sér með kaffinu. Skjaldböku smákökur 128 gr hveiti 43 gr kakó 1/4 tsk.… Halda áfram að lesa Skjaldbökusmákökur
Sörur
Kökur 200 gr möndlur, hakkaðar fínt 350 gr. flórsykur 3 eggjahvítur Eggjahvíturnar þeyttar saman við flórsykurinn þar til blandan er alveg stíf. Möndlum bætt út í og hrært eins lítið og þið komist upp með. Sett með tsk á plötu og bakað við 180°c í tíu mínútur. Mikilvægt er að kökurnar kólni alveg áður en farið… Halda áfram að lesa Sörur
Súkkulaðibitakökur með rolomolum og aðrar með salthnetum
Já já, ég sagðist víst vera búin að baka fyrir jólin en svo kom í ljós að ég var ekkert búin að baka fyrir aumingja eiginmanninn og ég varð auðvitað að kippa því í liðinn. Hann er frekar fyrirhafnalítill þessi elska og langaði mest í súkkulaðibitakökur. Það hafa örugglega milljón manns gert þetta á undan… Halda áfram að lesa Súkkulaðibitakökur með rolomolum og aðrar með salthnetum
Kurltoppar
Kurltoppar eru upprunnir frá Sauðárkróki (eins og við Eldhússystur), þeir unnu einhverja keppni fyrir mörgum árum og hafa farið sigurför um Ísland. Nú er svo komið að margir baka þessar kökur fyrir jólin og eru þær ómissandi á mínu heimili. Ég persónulega vil hafa þær mjúkar en ekki alveg harðar eins og þær verða stundum… Halda áfram að lesa Kurltoppar
Napóleónshattar
Ég gerði litla uppskrift af þessum kökum sem ég las einhversstaðar að séu vinsælar í Danmörku. Okkur fannst þær mjög góðar og þær geta varla klikkað ef fólki finnst marsípan og smjördeig gott 🙂 Napóleónshattar Hráefni 150 gr smjör 4 - 4,5 dl hveiti 1 dl sykur 1 eggjarauða (ATH: ég þurfti tvær til að… Halda áfram að lesa Napóleónshattar
Mömmukökur
Vinkona mín bað mig sérstaklega um að setja hingað inn uppskriftina af mömmukökunum sem ég baka um hver jól. Henni finnst þær víst ægilega góðar. Og hvernig getur maður annað en orðið við slíkri beiðni? Mömmukökurnar mínar (sem koma að sjálfsögðu frá mömmu minni, en ekki hvað 😉 ) eru í raun bara sírópskökur. Í… Halda áfram að lesa Mömmukökur
Piparmyntusmákökur með brjóstsykri
Það er til aragrúi af smákökutegundum og ég hef ekki smakkað nema brotabrot af þeim. Ég er mjög mikið fyrir það að baka það sem ég veit að er gott og virkar og því er ég sjaldan í því að prufa eitthvað nýtt (nema núna í þessari áskorun okkar). Þessar kökur sem ég fann á… Halda áfram að lesa Piparmyntusmákökur með brjóstsykri
Súkkulaðibitasmákökur með oreo
Í ljósi þess að desember er rétt handan við hornið og vegna þess að það er búið að snjóa örlítið hjá mér í dag þá finnst mér rétt að taka tvist á áskoruninni og baka bara jólabakstur fram að jólum. Ég er ekkert endilega bara í hefðbundnum jólasmákökum í desember, mér finnst gaman að prófa… Halda áfram að lesa Súkkulaðibitasmákökur með oreo
Hnetusmjörs-smákökur
Ég bakaði þessar smákökur fyrir nokkrum árum síðan og þær koma alltaf upp í hugann af og til þannig að ég ákvað að henda uppskriftinni hérna inn til að fleiri gætu notið hennar. Það var mjög auðvelt að búa til þessar kökur og svo eru þær þægilegar fyrir augað líka 😉 Ég notaði saltaðar jarðhnetur… Halda áfram að lesa Hnetusmjörs-smákökur