Jól · Smákökur

Piparmyntusmákökur með brjóstsykri

IMG_9429

Það er til aragrúi af smákökutegundum og ég hef ekki smakkað nema brotabrot af þeim. Ég er mjög mikið fyrir það að baka það sem ég veit að er gott og virkar og því er ég sjaldan í því að prufa eitthvað nýtt (nema núna í þessari áskorun okkar). Þessar kökur  sem ég fann á allrecipes tóku mig út fyrir þægindarammann og sé ég ekki eftir því. Þær eru mjúkar en samt svoldið krönsí, brjóstsykurinn verður svoldið mjúkur og deigið er unaðslega gott að borða hrátt 😉

Hráefni

90 gr smjör
110 gr púðursykur
100 gr sykur
2 msk (30 ml) mjólk
1 msk vanilludropar
1 stórt egg
260 gr hveiti
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
3/4 bolli mulið piparmyntu-jólastafir  (candy canes)  (9 stk) sælgæti eða piparmyntubrjósykur (36 stk )

Aðferð

Hitið ofninn 175°c

Þeytið saman smjöri, púðursykri, sykri, mjólk og vanilludropum  á miðlungs hraða þar til vel blandað. Bætið eggjum útí hræruna og hrærið vel saman við. Sameinið hveiti, salt og lyftiduft í annari skál. Bætið hveitiblöndunni útí smjör/sykur hræruna og hrærið eins lítið og þið komist upp með. Hrærið 1/2 bolla af brjóskykrinum útí og hrærið lítið. Hnoðið litlar kúlur (ca 2,5 cm á þykkt).

Bakið 8 til 10 mínútur eða þangað til gullinbrúnt. Um leið og kökurnar eru komnar út úr ofninum þarf að strá smá brjóstsykri yfir þær og láta kólna.

Uppskriftin gerir u.þ.b 32 kökurIMG_9417

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s