Jól · Konfekt

Oreo trufflur

Súkkulaði oreo trufflur

Hér kemur ein fljótleg og þægileg uppskrift. Oreo kexkökur muldar niður, blandað sama við rjómaost og húðaðar með súkkulaði. Mæli alveg með að prófa 🙂

IMG_5286

Hráefni

3 pakkar oreo kexkökur (ca. 13 kexkökur í hverjum pakka hér í Svíþjóð)
180 gr. rjómaostur, mjúkur
200 gr súkkulaði, brætt (ég notaði bæði hvítt og dökkt súkkulaði).

Aðferð

Takið frá 3 – 4 kökur og myljið vel í blandara. Setjið til hliðar. Setjið afganginn af kökunum í blandara og myljið vel, setjið í skál. Blandið rjómaostinum saman við (ég notaði nú bara fingurnar, eflaust mætti nota gaffal eða jafnvel skella þessu í hrærivél?). Búið til ca. 40 kúlur úr deiginu.

Dýfið hverri kúlu í brætt súkkulaði, og setjið á bökunarplötu* Stráið kexmylsnunni sem lögð var til hliðar, yfir kúlurnar (meðan súkkulaðið er enn blautt).

Kælið í ca. klst í ískáp og geymið í kæli.

*Ég er ekki vön að búa til konfekt og eflaust hefur reyndara fólk en ég einhver tips um það hvernig er best að súkkulaðihúða þannig að það verði fallegt og jafnt á þægilegan hátt. Ég setti kúlurnar bara ofan í súkkulaðið og velti og tók svo upp með litlum gaffli og lét leka af.

Uppskrift fengin héðan, magni lítillega breytt.

IMG_5298_2

2 athugasemdir á “Oreo trufflur

  1. Oh-my-möst-try!
    Eitt tips varðandi allavega að bræða súkkulaðið svo það verði auðveldari í meðferð eftirá er að „temprera það“: Þá saxar maður smátt súkkulaðið og bræðir þriðjung þess í vatnsbaði. Tekið frá hitanum og restin bætt í. Leyft að bráðna „af sjálfu sér“/í því sem þegar var heitt og bráðið. Þá nær maður semsagt bráðnu súkkulaði án þess að hafa hitað það í tætlur 😉

    1. Maður kemur ekki að tómum kofunum hjá þér frekar en fyrri daginn Begga mín 😀

      En já, möst try er algerlega orðið yfir þessa! Sjúklega gott 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s