Jól · Smákökur

Mömmukökur

mömmukökur

Vinkona mín bað mig sérstaklega um að setja hingað inn uppskriftina af mömmukökunum sem ég baka um hver jól. Henni finnst þær víst ægilega góðar. Og hvernig getur maður annað en orðið við slíkri beiðni?

Mömmukökurnar mínar (sem koma að sjálfsögðu frá mömmu minni, en ekki hvað 😉 ) eru í raun bara sírópskökur. Í flestum öðrum uppskriftum sem ég hef séð af þessum kökum er a.m.k. engifer og oft kanill og negull líka. Ekkert svoleiðis hjá mér  hins vegar 🙂

Mömmukökur

1,2 kg hveiti
250 gr. sykur
4 tsk sódaduft
150 gr. smjör, mjúkt.
4 egg
2 bollar síróp (ylvolgt).

Öllum hráefnum blandað saman, þau  hnoðuð (ég set þetta auðvitað í kitchen-aidið og læt hana svitna, en það má örugglega hnoða þetta í höndunum líka). Flatt út fremur þunnt og skornar út hringlaga kökur. Bakað við 160 gr.

Kökurnar eru settar saman með smjörkremi á milli. Ég nota ekki eggjarauðu í mitt smjörkrem en venjulegar smjörkremsuppskriftir kalla yfirleitt á slíkt. Í staðinn nota ég oftast bara mjólk, nokkrar msk.

Smjörkrem

500 gr flórsykur
250 gr smjör
1 eggjarauða EÐA 2 msk mjólk
Orlítill vanillusykur/vanilludropa

Allt hrært saman.

5 athugasemdir á “Mömmukökur

    1. Satt er það Einar 🙂 Ofnar eru mismunandi og þykktin à deginu getur einig verið breitileg milli bakara. Þess vegna er gott að fylgjast vel með fyrstu plötunni og taka tíman. Gott er að miða við 5-10 min.

  1. Þetta eru bestu – langbestu kökurnar sem ég hef smakkað 🙂 hlakka mikið til að henda í þessar og borða þær. Vá hvað ég er spennt 🙂

    1. Mér finnst svo gaman að heyra það, kæra Arndís! Deildu því endilega með okkur þegar þú leggur af stað í mömmukökugerðina á næstu vikum 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s