Einfalt · Smákökur

Stór súkkulaðibitakaka

Ég gerði þessa köku í einhverju bríaríi um helgina. Ég ætla að viðurkenna að mér tókst að fara ekki alveg eftir uppskriftinni: ég bræddi ekki smörið (óvart), ég átti ekki rétta stærð af formi og bakaði kökuna of stutt miðað við stærð formsins og ég notaði bara dökkan púðursykur og kakan er því dekkri en… Halda áfram að lesa Stór súkkulaðibitakaka

Eftirréttir · Einfalt · Jól

Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Ég greinilega missti alveg af aðaltrendinu í heimagerðum ís í Svíþjóð hér um árið - ég var að leita að uppskrift að daimís um helgina og fann þá þessa uppskrift á öðru hverju bloggi. Og ekki skrítið þar sem ísinn reyndist vera góður og fáránlega einfaldur og fljótlegur. Mæli eindregið með :DHeimagerður daím-ís5 dl rjómi400… Halda áfram að lesa Heimagerður ís (ótrúlega einfaldur og fljótlegur)

Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Eftirréttir · Einfalt · Kökur · Vegan

Einfalt rabbabarapæ (v)

Ég tók mig til í síðustu viku og gróðursetti rabbabara út í garði en það verður víst dálítið löng bið á uppskeru frá honum (minnst eitt ár) þannig að við verðum að láta okkur hafa að kaupa hann út í búð. Sem betur fer er komið sumar og framboðið á rabbabara í búðum er mikið… Halda áfram að lesa Einfalt rabbabarapæ (v)

Jól · Konfekt · Vegan

Pistasíumarsipankonfekt

Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar.  Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba.  Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt

Kökur

Súkkulaðimuffins með ormum og oreo

Þessar kökur vöktu lukku í skrímsla bingói hjá dóttur minn og bókstaflega flugu út. Þær eru skemmtilega öðruvísi og heilla unga kannski svolítið meira en aldna   Það sem þarf í þessa uppskrift er:  – Poki af hlaup-ormum– Súkkulaðimuffins – 4-6 Oreos – Glassúr  Súkkulaðimöffins  2 bollar Kornax hveiti 1,5 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 1 tsk salt 1.5 bolli sykur 200 gr smjör/smjörlíki 1… Halda áfram að lesa Súkkulaðimuffins með ormum og oreo

Jól · Smákökur

Hafrakökur með smjörkremi

Ég er búin að vera ein heima um helgina með börnunum og fannst tilvalið að nota tímann (að hluta að minnsta kosti…) til að prófa eitthvað nýtt í bakstursdeildinni. Fyrir valinu urðu (m.a.) þessar seigmjúku hafrasmákökur með smjörkremi sem ég hef oft séð á vafri mínu um veraldarvefinn. Börnin urðu gjörsamlega sjúk í þær (kannski… Halda áfram að lesa Hafrakökur með smjörkremi