Einfalt · Smákökur

Stór súkkulaðibitakaka

Ég gerði þessa köku í einhverju bríaríi um helgina. Ég ætla að viðurkenna að mér tókst að fara ekki alveg eftir uppskriftinni: ég bræddi ekki smörið (óvart), ég átti ekki rétta stærð af formi og bakaði kökuna of stutt miðað við stærð formsins og ég notaði bara dökkan púðursykur og kakan er því dekkri en… Halda áfram að lesa Stór súkkulaðibitakaka

Aðventa · Jól · Kökur

Piparkökukladdkaka

Í gær (7. nóvember) var hinn árlegi dagur kladdkökunnar í Svíþjóð. Kladdkökur eru sennilega eitthvað vinsælasta bakkelsi Svíþjóðar, á sænskum matar- og bakstursbloggum eru t.d. yfirleitt tugir mismunandi uppskrifta að þessu góðgæti og ástæðan er einföld; fyrir utan að vera æðislega góðar að þá eru þær ótrúlega einfaldar í bakstri og mjög fljótlegar (fyrir utan… Halda áfram að lesa Piparkökukladdkaka

Eftirréttir · Kökur

Sítrónubitar

Ég rakst á þessa sítrónubita á renneríi mínu um veraldarvefinn um daginn, þeir eru víst að gera dúndrandi hluti á sumum spjallborðum á internetinu 😀 Maðurinn minn elskar öll sætindi með sítrónum í og fannst þetta bakkelsi alveg geggjað - börnunum mínum fannst þetta aðeins of súrt. Ég held það mætti auðveldlega minnka talsvert sykurinn… Halda áfram að lesa Sítrónubitar

Eftirréttir · Einfalt · Kökur · Vegan

Einfalt rabbabarapæ (v)

Ég tók mig til í síðustu viku og gróðursetti rabbabara út í garði en það verður víst dálítið löng bið á uppskeru frá honum (minnst eitt ár) þannig að við verðum að láta okkur hafa að kaupa hann út í búð. Sem betur fer er komið sumar og framboðið á rabbabara í búðum er mikið… Halda áfram að lesa Einfalt rabbabarapæ (v)

Eftirréttir · Pie

DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ

Um síðustu helgi fengum við góða gesti í mat  og þegar svo er nýti ég yfirleitt tækifærið og prófa einhvern nýjan eftirrétt. Eiginmanninum finnst þetta misskemmtilegt, hann á sínar uppáháldskökur sem hann myndi helst vilja að ég gerði aftur og aftur (t.d. þessa sítrónukladdköku sem hann hættir ekki að tala um 😉 ) Allavega. Honum varð ekki… Halda áfram að lesa DÁSAMLEGT DAIM- OG SÚKKULAÐIPÆ

Jól · Konfekt · Vegan

Pistasíumarsipankonfekt

Pistasíumarsipankonfekt 50 gr pistasíuhnetur 150 gr gróft odense marsipan 2-3 tsk fínt rifin börkur af lime 4 msk lime safi Hvítt súkkulaði* (sjá neðan fyrir veganskt súkkulaði) Fínhakkið pistasíuhneturnar, takið svolítið af hnetum til hliðar.  Hrærið saman marsipaninu, limesafanum, börkinum og hnetunum. Hrærið þar til öll innihaldsefnin eru vel blönduð saman. Mótið 32 kúlur eða litla drumba.  Bræðið súkkulaðið yfir… Halda áfram að lesa Pistasíumarsipankonfekt

Eftirréttir · Jól · Vegan

Mjólkurlaust Ris a la mande (v)

Eitt af því erfiðasta við að hætta að borða dýraafurðir er að jólamaturinn er næstum ekkert nema dýraafurðir. Ég er rosalega vanaföst eins og kannski hefur komið fram áður, þannig að það var ekki um neitt annað að velja nema að finna út hvernig ég gæti gert uppáhalds eftirréttinn minn vegan 🙂 Það tók ekki langan… Halda áfram að lesa Mjólkurlaust Ris a la mande (v)