Það er svo sannarlega komið vor í Stokkhólmi – í dag var hitinn í tveggja stafa tölu og allt hverfið komið út til að vinna vorverkin eins og sönnum Svíum sæmir 🙂 Eins og sannri Stínu sæmir, varð mér hins vegar hugsað til nýjasta tölublaðs Hembakat og ákvað að finna eitthvað girnilegt til að baka… Halda áfram að lesa Páskamuffins
Tag: möffins
Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Enn ein uppskriftin úr Magnolíabókinni minni 🙂 Að þessu sinni prófaði ég þessa muffins uppskrift en þau reyndust ótrúlega djúsí – alveg greinilega að rjómaosturinn í þeim var að gera sitt 😉 Finnst reyndar fyndið að í bókinni stendur að þetta hafi verið vinsælasti morgunmaturinn sem þau buðu upp á í bakaríinu, ekki alveg það… Halda áfram að lesa Muffins með rjómaosti og hindberjasultu
Regnboga möffins
Ég sá þessa hugmynd að skreitingu á kökur fyrir löngu síðan á Pinterest. Þegar ég var að dunda mér einhvern daginn í hverfisversluninni minni hérna á Króknum rakst ég á svona regnbogahlaup. Ég er svolítið þannig að ég kaupi stundum svona án þess að hafa not fyrir það akkúrat þá stundina. Þegar hlaupið var búið… Halda áfram að lesa Regnboga möffins
Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Stundum kemst ég í alveg ferlegt jólaskap alveg dálítið löngu áður en flestum finnst það í lagi. Um daginn kom einmitt yfir mig þessi svakalegi jólafílingur og áður en ég vissi af var ég búin að henda í þessar piparkökumuffins með kanilkremi. Þær sviku mig heldur ekki – virkilega góðar og ég get alveg mælt… Halda áfram að lesa Piparköku-cupcakes með kanilkremi
Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Eitt af því fáa í eigin bakstri sem ég fæ stundum virkileg "craving" í eru kökur með kremi. Því miður (eða kannski sem betur fer?) nenni ég ekkert sérstaklega oft að standa í slíkum bakstri, sennilega af því að maður verður að láta smjörkremskökur kólna alveg áður en maður getur hafist handa við að setja… Halda áfram að lesa Súkkulaðilakkrís-cupcakes með hindberjasmjörkremi
Piparkökumöffins
Það var næstum óbærilegt að setja ekki-góða uppskrift hér inn í gær. Bókstaflega. Ég reyndi að hrista tilfinninguna af mér (sem og slepjulegt bragðið af möffinsunum) en allt kom fyrir ekki og í hádeginu í dag missti ég stjórn á mér og skellti í aðra uppskrift. Ég smakkaði fyrir jólin í fyrra æðislega góð piparkökumöffins… Halda áfram að lesa Piparkökumöffins
Möffins með berjum
Ég er alger sökker fyrir möffins og þegar ég sá "american sized" möffins form þá bara varð ég að kaupa þau og baka eitthvað gott í þeim. Ég fór á stúfana og auðvitað brást joy of baking ekki. Berjamöffins 2.5 bollar hveiti 3/4 bolli sykur 2 tsk lyftiduft 0.5 tsk matarsódi 0.5 tsk salt Rifinn… Halda áfram að lesa Möffins með berjum