Jól · Muffins

Piparkökumöffins

Það var næstum óbærilegt að setja ekki-góða uppskrift hér inn í gær. Bókstaflega. Ég reyndi að hrista tilfinninguna af mér (sem og slepjulegt bragðið af möffinsunum) en allt kom fyrir ekki og í hádeginu í dag missti ég stjórn á mér og skellti í aðra uppskrift.

Ég smakkaði fyrir jólin í fyrra æðislega góð piparkökumöffins sem ég er búin að vera hugsa um af og til. Ég gerði smá leit og fann uppskrift sem mér leist vel á. Og ómæ, ég varð sko ekki svikin. Þvílíkt dásemd! Eldhúsið fylltist af dásamlegum piparkökuilmi og þau voru æðislega góð. Alveg dásamlegt forskot á jólasæluna get ég sagt ykkur 🙂
Piparkökumöffins með mylsnu

Hráefni

Muffins
2 bollar hveiti (ég notaði 1 bolla heilhveiti og 1 hvítt)
1,5 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 msk engifer (malaða kryddið)
2 tsk kanill
1/2 allspice (sjá aths. f neðan uppskrift).
3 egg
1,5 bolli dökkur púðursykur (ég notaði 1/2 bolla ljósan púðursykur og 1 bolla venjulegan)
1 bolli súrmjólk (ég notaði vanillusúrmjólk, eina sem var til)
1/2 bollir olía

Mylsna:
1,5 tsk kanill
6 tsk hveiti
6 tsk púðursykur
6 tsk kalt smjör

Aðferð
Hveiti, lyftiduft, salt og krydd hrært saman í skál.

Í annari skál er eggjum, púðursykri og súrmjólk hrært saman þar til kekkjalaust og svo er olíunni hrært út í. Hrært í eins lítið og hægt er svo að möffinsin verði ekki seig (ég las einu sinni að maður ætti að reyna að hræra þessu saman í 10 strokum eða færri).

Sett í möfffinsform (ég fékk 12 út úr þessu).

Þurrefnunum í mylsnunni blandað saman, smjörinu bætt við og mulið út í þannig að þetta verði að mylsnu. Dreift jafnt yfir óbökuð möffinsin.

Bakað í 20 – 25 mínútur  við 175 gr. eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunni.

*ATH: varðandi allspice þá gúgglaði ég það krydd (kannski getur e-r fróður lesandi sagt mér hvort þetta er það sama og allrahanda?) Ég las að þetta væri bara blanda af negul, múskati og kanil í jöfnum hlutföllum. Ég blandaði þessu þrennu því saman í eina tsk og setti í deigið.

Uppskrift fengin héðan (lítillega breytt og aðlöguð að því sem var til í ísskápnum mínum)

Myndi ég baka þetta aftur? Já, ójá! Þetta voru sko möffins mér að skapi. 5 stjörnur af 5 möffinsstjörnum mögulegum 🙂

3 athugasemdir á “Piparkökumöffins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s