Jól · Smákökur

Súkkulaðibitasmákökur

Mér finnst súkkulaðibitakökur alveg ferlega góðar. Þ.e. þegar þær eru mjúkar að innan og stökkar að utan. Sem virðist vera mjög erfitt að ná fram í kökum (nema með einhverjum svona „kæla í 7000 klst áður en bakað er“-tilfæringum).  Ég nenni ekki svoleiðis – ég er sennilega ekki þolinmóðasta týpan í bænum …

Allavega, einu sinni datt ég um þessa uppskrift á allrecipes.com og hún er svei mér þá bara sú besta sem ég hef smakkað!  Minna mig mest á subway-smákökurnar. Ég hef prófað að setja allskonar í þær, smartís, hvítt súkkulaði, pekanhnetur, blöndu af öllu og ég veit ekki hvað. Þær eru bara alltaf jafn góðar. Ég get þ.a.l. mælt alveg sérstaklega vel með þeim 🙂

Uppskriftin er mjög stór, það koma ca. 70 kökur úr henni þannig að ég baka ofast bara úr helmingnum af henni og það er nú samt alveg dálaglegur skammtur. Svo gæti ég líka sagst fá mér eina eða tvær og setja svo restina og megnið í frystinn en það væri alveg meiriháttar lygi að halda því fram ég búi yfir svo mikilli sjálfstjórn…

Súkkulaðibitasmákökur

4,5 bolli hveiti
2 tsk matarsódi
450 gr. smjör
1,5 bolli púðursykur
1/2 bolli hvítur sykur
2 pakkar vanillu royalbúðingur
4 egg
2 tsk vanilludropar
4 bollar súkkulaðibitar
2 bollar valhnetur (saxaðar)

Ofninn hitaður í 175 gr. Hveitið og matarsódinn hrært saman og lagt til hliðar.

Smjörið og sykurinn þeytt vel saman. Búðingsduftinu bætt við og hrært vel. Eggjum og vanilludropum bætt út í og hrært vel. Heitiblöndunni bætt við og hrært vel (enn og aftur 😉 ). Að lokum er súkkulaðinu og hnetunum hrært saman við (ég hef nú vanalega gert það í höndunum af einhverri ástæðu). Notið skeiðar til að forma kúlur og setja á bökunarplötu.

Bakað í 10 – 12 mínútur, eða þar til kökurnar eru gylltar.

7 athugasemdir á “Súkkulaðibitasmákökur

  1. Ég er að spá í að stökkva í djúpu laugina og prófa þessa uppskrift, þetta lítur svo vel út hjá þér.
    Ég fann næstum bragðið þegar ég skoðaði myndirnar haha…

  2. Ég gerði þessa í fyrra en líklega hafa hneturnar verið skemmdar því það var myglubragð af kökunum:( En samt fann maður góða bragðið í gegn. Þær enduðu hjá smáfuglunum en ég ætla að gera þær aftur í ár og sleppa hnetunum…og hafa bara aðeins meira súkkulaði.

    1. Heppnir smáfuglar sem þurftu að fá þessa afganga 😀

      Endilega prófaðu aftur, þær eru æði. Akkúrat að detta í smákökutímabilið núna, þannig að um að gera D:

  3. Þarf að nota þennan búðing? 😛 Eigum ekki búðing og erum að velta fyrir okkur hvort það sé ekki alveg eins hægt að sleppa honum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s