Kökur · Vegan

Bakaðir kleinuhringir (v)

Ég bakaði þessa kleinuhringi fyrir 5 ára afmæli dóttur minnar í maí. Ég fattaði það hins vegar þegar veislan var að verða búin að ég tók nánast engar myndir af þeim. Þeir runnu út eins og heitar lummur og ég sá strax að ég var komin með klassíker í hendurnar. Þegar elsta dóttir mín varð… Halda áfram að lesa Bakaðir kleinuhringir (v)

Smákökur

Ömmusnúðar

Hver á ekki minningu um ömmusnúða úr bernsku. Harðir að utan en mjúkir að innan, nýbakaðir, volgir og dásamlegir. Þessir eru tilvaldir til að taka með í útileguna núna í sumar.  Ömmusnúðar  500 gr hveiti 200gr sykur 250gr smjörlíki 1/8 tsk lyftiduft 1/8 tsk hjartasalt 3 egg  Kanilsykur  7 msk sykur 1 msk kanill  Hnoðið saman öllum hráefnum, setjið degið í… Halda áfram að lesa Ömmusnúðar

Kökur

Kanilsnúða-kladdkaka

Eftir vinsældir sítrónukladdkökunnar hér á heimilinu langaði mig að prófa fleiri tegundir af þessari uppáháldsköku margra Svía. Fann eina sem öskraði á mig á hembakat, ég meina kanilsnúðakladdkaka? Af hverju hverju var ég ekki búin að prófa hana fyrr? Skil þetta bara ekki! Ég bakaði hana óvart aðeins of lengi, kladdkökur á alls ekki að baka í… Halda áfram að lesa Kanilsnúða-kladdkaka

Jól · Smákökur

Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Ég þjófstartaði jólabakstrinum daginn með þessum amerísku smákökum sem kallast Snickerdoodles (sem ég myndi segja að væri nánast óþýðanlegt á íslensku 🙂 ) Þetta eru reyndar held ég engar sérstakar jólasmákökur í Ameríku (eða það held ég a.m.k. ekki) þannig ég hljóp eflaust ekkert svo illilega á mig. Annars voru þetta næstum einu smákökurnar sem… Halda áfram að lesa Snickerdoodles (Kanilsmákökur)

Eftirréttir · Kökur · Pie

Eplakaka með osti (uppáhálds eplakakan mín!)

  Fyrstu eplakökuna mína bakaði ég einhvern tíman þegar ég var unglingur. Ég fann uppskrift í einhverjum uppskriftapésa frá MS sem kallaðist "fljótleg eplakaka" sem greip athygli mína. Ég veit eiginlega ekki hverjum dettur í hug að kalla eplaköku (hvernig sem uppskriftin svosem er) fljótlega. Það er EKKERT fljótlegt við að flysja, kjarnhreinsa og skera… Halda áfram að lesa Eplakaka með osti (uppáhálds eplakakan mín!)