Annað

Djöflatómatar – draumur kóríanderaðdáenda!

Djöflatómatar
Hér kemur þriðji og síðasti rétturinn frá indversku bókinni frægu í bili.

Við vorum boðin í mat í sumar hjá vinum okkar og þau höfðu þessa tómata í forrétt og ég og Binni gjörsamlega misstum okkur enda forfallnir koríander fíklar. Ég mæli ekkert sérstaklega með þessum ef fólk er ekki hrifið af kóríander, það nefnilega ber réttinn algerlega uppi. Fyrir ykkur hin: prófið (og notið í alvöru ferskan kóríander!)

Djöflatómatar

Fyrir fjóra

400 gr tómatar (gjarnan af mismunandi stærð)
1 gulur laukur
1 grænt chili
1 krukka ferskur kóríander
Safi úr einum lime-ávexti
1 tsk sykur
1 msk jurtaolía
Sjávarsalt

Skerið tómatana í sneiðar og leggið á disk. Hakkið laukinn smátt. Fræhreinsið chili-ið og skerið smátt. Skerið kóríanderinn smátt.

Blandið sama limesafanum og syrkinum í skál. Þeytið olíuna saman við. Stráið lauk, chilli og kóríander yfir tómatana. Hellið dressingunni yfir og stráið svo sjávarsalti yfir að lokum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s