Íslensk klassík · Brauð og bollur

Kleinurnar hennar Ingu

Kleinubakstur

Þegar við fluttum á Sauðárkrók árið 1986 fluttum við inn í tvíbýlishús á Skagfirðingabraut þar sem fyrir bjuggu eldri hjón, Inga og Guttormur heitin. Einhvern vegin upplifði maður það að dyr þeirra stæðu manni alltaf opnar, enda einstaklega elskulegt fólk, og oftar en ekki var Inga að bardúsa í eldhúsinu og leyfði manni þá að koma inn og smakka.

Kleinubakstur

Eitt af því allra, allra besta sem ég vissi voru kleinurnar sem hún bakaði. Mamma segir að í hvert einasta skipti sem Inga bakaði kleinur höfum við systkinin runnið á lyktina og staðið yfir henni meðan hún veiddi kleinurnar upp úr steikarpottinum (og svo fengið dágóðan slatta til að úða í okkur). Á endanum fór það svo að mamma fór  niður og bað Ingu um að kenna sér að baka þessi dýrðlegheit sem tókst svo vel að núna ganga kleinurnar sem mamma bakar (að uppskrift Ingu)undir nafninu „Bestu Kleinur í Heimi“. Nú er það auðvitað svo að ég og Tobba erum mögulega dálítið hlutdrægar í þessum efnum, en ég get sagt ykkur það að allir sem smakka þessar kleinur eru alveg sammála. Þetta eru einfaldlega bestu kleinur í heimi! 🙂

Kleinubakstur

Ég hef nokkrum sinnum horft á elskulega móður mína búa til kleinur en aldrei lagt í að búa þær til sjálf. Þegar við systurnar vorum staddar samtímis heima hjá foreldrum okkar fyrir viku síðan ákváðum við að leggja í þetta sjálfar, undir handleiðslu mömmu, og nú tel ég mig vera útskrifaða kleinugerðarkonu. Við notuðum laktósfría AB mjólk frá Örnu (dóttir hennar Tobbu er með laktósóþol en þolir venjulegt smjör) í staðin fyrir súrmjólkina og það fannst enginn munur á því og því að nota venjulega súrmjólk í kleinurnar 🙂

Kleinubakstur
Mér skilst að svona verkfæri kosti hálfan handlegg, spurning um að byrja að safna fyrir þessu?

Kleinurnar hennar Ingu

1 kg hveiti
350 gr sykur
100 gr smjör/smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk
1/2 tsk kardimommudropar, 1/2 tsk sítrónudropar, 1/2 tsk vanilludropar

Við notuðum m.a. þessa laktósafríu súrmjólk frá Örnu, þvílíkur happafengur fyrir þá sem er með mjólkuróþol :)
Við notuðum m.a. þessa laktósafríu súrmjólk frá Örnu, þvílíkur happafengur fyrir þá sem er með mjólkuróþol 🙂

Aðferð:

Öllum þurrefnum hrært saman. Smjörið skorið í litla bita og mulið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi.

Kleinubakstur

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt dropum (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur 😉 )  og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Ég er ekki vön að hnoða í höndunum, en þetta er of mikið deig fyrir venjulega kitchen-aid þannig að ég lét mig hafa það í þetta skiptið :)
Ég er ekki vön að hnoða í höndunum, en þetta er of mikið deig fyrir venjulega kitchen-aid þannig að ég lét mig hafa það í þetta skiptið 🙂

Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur.

Ætli þetta sé ekki svona hálfur cm.?
Ætli þetta sé ekki svona hálfur cm.?

Ef þið eigið ekki kleinujárn (sem við eigum hvorugar, járnið á myndinni eign mömmu) má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina.

Þær eru helst til ílangar hjá mér kleinurnar, ég gerði þær aðeins breiðari og styttri þegar á leið.
Þær eru helst til ílangar hjá mér kleinurnar, ég gerði þær aðeins breiðari og styttri þegar á leið.

 

Kleinubakstur

Þetta er endurtekið við allar kleinurnar (Við settum inn myndband til að útskýra þetta betur, sjá neðst í póstinum). Best er að strá örlitlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að klessast bara við fatið og skemmast).

Við viljum byrja á því að biðja fólk um að fara MJÖG varlega þegar feitin er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auðvelt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega.

1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!
1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!

Hitið  500 gr  af tólg og 1000 gr feiti á rétt yfir miðlungshita, einnig er hægt að notast bara við feiti en þá er notað 1500 gr feiti. Þegar tólgin er bráðnu er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní, mamma sem er nánast með háskólagráðu í kleinubakstri setur 6-8 stk í einu í pottin. Við það nær hún að kæla feitina aðeins í hvert sinn sem kleinur fara í pottin og viðhalda þannig góðum hita á feitinni.

Þegar ég byrjaði að steikja var ég bara með 2-4 i einu og því náði feitin að hitna meira og þurfti ég að lækka hitann en á meðan ég beið eftir því að feitin kólnaði tók ég pottinn af hellunni. Í myndbandinu sem fylgir er hægt að sjá að það tekur rúma mínútu að steikja kleinuna. Þegar kleinurnar eru steiktar er nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að kleinurnar fái jafna steikingu og verði jafn gylltar báðumegin. Veiðið kleinurnar upp úr og leggið þær á eldhúspappír. Það fer eftir potti, eldavél og feiti hvaða hitastilling hentar í hvert sinn þannig það er um að gera að prufa sig bara áfram. Kleinurnar eru bestar nýsteiktar og volgar en það er auðvitað mjög þægilegt að frysta þær líka.

Njótið 🙂

Kleinubakstur

 

Kleinurnar hennar Ingu

1 kg hveiti
350 gr sykur
100 gr smjör/smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk

1/2 tsk kardimommudropar, 1/2 tsk sítrónu dropar og 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Öllum þurrefnum hrært saman (ath: mamma hefur minnkað sykurinn talsvert frá því sem gefið er upp hér með góðum árangri!). Smjörið skorið í litla bita og mulið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi.

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt dropum (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur 😉 en það má einnig sleppa þeim )  og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur (sjá mynd). Ef þið eigið ekki kleinujárn (sem við eigum hvorugar, járnið á myndinni eign mömmu) má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina. Þetta er endurtekið við allar kleinurnar (Við settum inn myndband til að útskýra þetta betur, sjá neðst í póstinum). Best er að strá örlitlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að klessast bara við fatið og skemmast).

Við viljum byrja á því að byðja fólk um að fara MJÖG varlega þegar feitin er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auðvelt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega.

Hitið  500 gr  af tólg og 1000 gr olíu á rétt yfir miðlungshita. (Ath: það fæst víst engin tólg í Svíþjóð þannig að við höfum steikt upp úr hreinni kókos-feiti og það hefur virkað mjög vel.) Þegar tólgin er bráðnuð er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní, mamma sem er nánast með háskólagráðu í kleinubakstri setur 6 stk í einu í pottin. Við það nær hún að kæla feitina aðeins í hvert sinn sem kleinur fara í pottin og viðhalda þannig góðum hita á feitinni.  Í myndbandinu sem fylgir er hægt að sjá að það tekur rúma mínútu að steikja kleinuna, og ágætt/nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að sjáá hvernig gengur.

9 athugasemdir á “Kleinurnar hennar Ingu

  1. Þetta er nú frekar spurning en svar. Frú Hjaltlína Guðjónsdóttir, ekkja séra Sigtryggs Guðlauggssonar, sem stofnaði Núpsskóla, bakaði kleinur. Ef maður var sendur til hennar, með eitthvert erindi, og tókst að banka hæfilega fast á útidyrnar þeirra hjóna, sem bæði heyrðu illa, þá fékk maður venjulega kleinu. Ef maður bankaði of fast, fékk maður skammir og enga kleinu. En kleinurnar hennar frú Hjaltlínu voru öðruvísi en allar aðrar kleinur, sem ég hef séð. Þær voru rauðleitar að innan, mér var sagt seinna, að hún hefði bætt eggjarauðum í deigið, hafið þið heyrt um þetta eða prófað? Jú, þær voru mesta hnossgæti, fannst mér.

    1. Já, ég bakaði þessar elskur um daginn og notaði Filmjölk með góðum árangri. Fann engan mun 🙂

Skildu eftir svar við Jón Eiríksson Hætta við svar