Eftirréttir · Jól · Kökur

Piparkökuostaterta

Þessi uppskrift birtist í dag í jólablaði Fréttablaðsins 🙂 Við lofum því að þessi ostaterta á eftir að slá í gegn núna á aðventunni eða í jólaboðunum 🙂

A101

Piparkökuostaterta

Botn
ca 25 stk piparkökur
75 gr bráðið smjör
Fylling
800 gr rjómaostur
2.5 dl sykur
2 msk hveiti
2 tsk vanillusykur
0.5 tsk salt
1 tsk kanil
1 tsk engifer
0.5 tsk negull
4 egg
ca 10 piparkökur
Glassúr
100 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
Nokkrar piparkökur til að skreyta með.

Aðferð
Stillið ofninn á 175°c
Byrjið á að útbúa botninn. Setjið piparkökurnar og bráðið smjör í
matvinnsluvél og mixið saman. Setjið mylsnuna í lausbotna kökuform og þjappið
þannig að botninn verði sléttur og fallegur. Kælið botninn á meðna fyllingin er
útbúin.
Hrærið saman rjómaostinum og sykrinum. Bætið hveitinu,
vanillusykrinum, salti, og kryddum saman við rjómaostblönduna. Hrærið þar til
blandan er kekklaus og mjúk. Hrærið eggjunum saman við einu í einu.
Hellið helmingnum af deiginu í kökuformið og bakið í 15-20 min eða þar til
degið er orðið stíft. Raðið ca. 10 piparkökum ofan á kökuna. Hellið restinni af
deiginu ofan á og bakið í 35 – 40 min í viðbót neðarlega í ofninum.
Látið kökuna kólna alveg og losið hana síðan varlega úr forminu með hníf.
Kakan er best ef hún fær að standa í kæli yfir nótt.
Hrærið saman rjómaostinum og flórsykrinum til að búa til glassúr. Smyrjið
glassúrnum á kökuna og skeytið ef til vill með piparkökum.

A097

4 athugasemdir á “Piparkökuostaterta

  1. Ég bara verð að tjá mig um þessa köku, hún sló þvílíkt í gegn í afmælisboði. Hrikalega góð með kaffinu. Ég nenni ekki veseni í bakstri og þessi er fín fyrir svoleiðis fólk;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s