Gerbakstur

Kanilsnúðar

Ok – það er ferlegt að vera heima í fæðingarorlofi og hafa bókstaflega ekkert annað að gera en að baka (ég meina, tiltekt og þvíumlíkt er eitthvað sem getur bara beðið, er það ekki?) Hilmir var búin að panta hjá mér kanilsnúða í staðin fyrir ákveðið verkefni sem honum hafði verið falið og þar sem Egill var að fá vin í heimsókn í fyrsta sinn síðan við fluttum til Lidingö fannst mér tilvalið að skella í snúða og prófa nýja uppskrift í leiðinni. Ég nefnilega notast yfirleitt alltaf við sömu uppskriftina en núna breytti ég semsagt út af laginu. Fyrir valinu varð „Clone of a Cinnabon“-uppskrift af allrecipes.com sem er síða sem ég notast oft við.

Ég skal svo lofa að næsta uppskrift verður eitthvað með ENGUM kanil í!

Það er löng útlistun á allrecipes því hvernig maður eigi að framkvæma uppskriftina. Ég er orðin svo latur gerbakari að ég nenni engu svona „velgja vökva og hræra geri og bíða í korter og blablba“ lengur. Þið getið auðvitað kíkt á upprunalegu uppskriftina og farið eftir aðferðinni í henni en mín brussuaðferð hefur bara reynst stórvel og hún er mjög tímasparandi þannig að ég ætla halda áfram að notast við hana 🙂

Allavega, snúðarnir voru stórgóðir. Ég finn reyndar alltaf þegar ég skipti hluta af hveitinu út fyrir heilhveiti (eins og ég gerði núna) en fyrir vikið eru þeir náttúrulega orðnir stórkostlega hollir. Er það ekki?

Deig

1 bolli mjólk
2 egg
1/3 bolli olía
2,5 bolli hveiti
2 bollar heilhveiti
1 tsk salt
1/2 bolli sykur
2,5 tsk þurrger

Fylling

1 bolli púðursykur
2,5 msk kanill
1/3 bollir mjúkt smjör

Krem

1 dl rjómaostur
1/4 bolli mjúkt smjör
1,5 bolli flórsykur
1/2 tsk vanilludropar

Öllum þurrefnum í deigið blandað saman og hrært vel. Vökva bætt út í og hnoðað (ég kýs að hnoða í þarfasta þjóninum, Kitchenaid en það mætti alveg setja þetta í brauðvél eða hnoða í höndunum). Látið hef asig (ég set skálina með deiginu yfirleitt ofan í aðra skál með heitum vökva) þangað til þetta hefur tvöfaldast að stærð.

Fyllingin er útbúin með því að hræra öllu innihaldi hennar saman. Þegar deigið hefur hefað sig er það flatt út og smurt með fyllingunni. Deiginu er svo rúllað út og skorið í hæfilega marga snúða (ég náði einhverjum 20 snúðum út úr þessu). Raðað í eldfast mót og látið hefa sig aftur í ca. hálftíma.

Bakað við 170 gr. í u.þ.b. 15 mínútur. Á meðan snúðarnir bakast er kremið búið til með því að hræra öllum innihaldsefnum þess saman. Um leið og snúðarnir koma úr ofninum er kremið látið ofan á. Mér fannst ofsalega gott að setja smá kaffi út í seinni umferðina af kreminu 🙂

9 athugasemdir á “Kanilsnúðar

    1. Heitir þetta ekki þurrger á íslensku? Og pressuger er þetta sem danir og svíar og norðmenn nota? Best að laga uppskriftina 🙂

Færðu inn athugasemd við (k)Lára ;-) Hætta við svar

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s