Kökur

Kaffikaka Mörthu Stewart

Þessi kaka heitir ekki kaffikaka vegna þess að það sé kaffi í henni heldur er hún ætluð til þess að borða með kaffinu. Hún er afbragðsgóð en mér fannst mylsnan vera fullmikil, það mætti alveg minnka hana um 1/3 án þess að kakan verði verri fyrir vikið 🙂

Hráefni

Mylsna
1 3/4 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1 1/4 tsk kanill
Gróft salt
170 gr smjör
1,5 bolli ristaðar pekanhnetur (ég notaði valhnetur).

Kaka
110 gr smjör
2 bollar hveiti
1 3/4 tsk lyftiduft
Gróft salt
1 bolli sykur
3 egg
1,5 tsk vanilludropar
1 bolli sýrður rjómi (ég nota það sem er til, núna súrmjólk og sýrðan rjóma).

Glassúr
1 bolli flórsykur
2 msk mjólk

Aðferð

Búið til mylsnuna sem fer ofan á kökuna: Blandið saman hveiti, 3/4 bolla púðursykri, 1 tsk kanil og 1 tsk salti. Blandið saman smjörinu með fingrunum þannig að úr verði mylsna. Blandið við 1/2 bolla af hnetum. Geymið.
Búið til mylsnuna fyrir miðjuna á kökunni: Blandið saman 1/4 bolla af púðursykri, 1/4 tsk kanil og 1 bolla af hnetum. Geymið.

Hitið ofninn í 175 gr. Smyrjið lausbotna kökuform.

Bandið saman hveiti, lyftidufti og 1/2 tsk salti í skál. (Þeir sem hafa mikla nennu getað sigtað þetta, ég nenni yfirleitt ekki svoleiðis veseni :P)

Hrærið saman mjúkt smjör og sykur þar til það er ljóst og létt (um 2 mínútur). Bætið eggjunum saman við, einu í einu, og síðan vanilludropunum. Bætið hveitiblöndunni saman við í 3 hlutum ásamt sýrða rjómanum til skiptis. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað.

Setjið helminginn af deiginu í formið. Setjið mylsnuna fyrir kökuna yfir deigið. Setjið restina af deiginu yfir og að lokum stráið þið mylsnunni sem fer ofan á kökuna yfir. Bakið kökuna þar til hún er gullinbrún, ca. 55 mínútur (ég bakaði mín í 1 klst og 20 mín, ég þarf ALLTAF að baka kökur lengur en stendur í uppskriftum).

Blandið saman flórsykri og mjólk. Látið kökuna kólna alveg áður en þið setjið glassúrinn á.

Borðið!



Ein athugasemd á “Kaffikaka Mörthu Stewart

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s