Ef ykkur finnst kanill góður þá er þetta fyrir ykkur 😉
Þegar Stína systir kynnti mig fyrir kanilsmjöri var það eins og ást við fyrstu sýn.
Kanilsmjör lyftir brönsinum uppá annað level. Ég get ekki mælt nógu mikið með því að þið prufið að búa það til næst þegar þið gerið amerískar pönnukökur!
Kanilsmjör
113 gr mjúkt smjör
28 gr hvítur sykur
28 gr púðursykur
2 tsk kanill
Öllu hrært saman, sett í kæli og látið standa yfir nótt. Smurt á pönnukökur og borðað *slurp*
P.S.: ef einhver er að velta því fyrir sér, þá er uppskrift að möffinsinu sem sjást þarna í bakgrunninum hérna 😉
Ein athugasemd á “Kanilsmjör”