Annað

Facebook leikur

Við systurnar ákváðum að hafa leik á facebook síðunni okkar og báðum lesendur um að svara spurningunni: „Hvaða bakkelsi myndir þú bjóða uppá ef þú fengir Elísabetu Englandsdrottningu í heimsókn?“. Við fengum mjög góðar viðtökur og viljum við þakka ykkur öllum sem tókuð þátt.  Segja má þegar á heildina litið að greinilegt hafi verið að Elísabet hefði fengið eitthvað þjóðlegt og gott að snæða á hjá lesendum okkar.

Verðlaunin, sem voru leynileg, voru sænsk sem eru í miklum metum hjá okkur. Annað heitir Hembakat, og fjallar eins og nafnið gefur til kynna mest um bakstur og sætindi, en hitt heitir Allt om Mat og fókuserar mest á matseld. Svo í tilefni páskanna fylgdi ein krúttleg, lítil súkkulaðipáskakanína með í kaupunum.

2013-03-10

Við notuðum síðuna random.org til að aðstoða okkur við að finna vinningshafa og varð lukkutalan 10 fyrir valinu 🙂 Erla Eyþórsdóttir var sú heppna og hugðist hún bjóða kellu uppá draumatertu. Við óskum Erlu til hamingju með verðlaunin og við vonum að hún hafi jafn gaman að þessum tímaritum og við og að þau fylli hana af innblæstri til baksturs og matseldar 🙂

Picture 4

Aftur viljum við þakka ykkur öllum sem tókuð þátt – þið eruð frábær 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s