Kökur

Regnbogakaka

IMG_0749

Betri helmingurinn varð þrítugur núna um helgina, fullkomið tækifæri til að gera fjögurra hæða regnbokaköku 😉 Ég nota alltaf sömu uppskriftina þegar kemur að því að baka afmæliskökur.

Í þetta skiptið gerði ég tvöfalda uppskrift, síðan skipti ég deiginu í fjóra hluta og litaði þá gula, rauða, græna og bláa. Til Þess að botnarnir séu allir eins skar ég ofan af þeim með köku sneiðara en það er auðvitað hægt að nota stóran og góðan hníf í verkið líka.

Botnana gerði ég með smá fyrivara til þess að ég þyrfti ekki að bíða eftir að þeir kólnuðu 🙂

Ég setti hana ekki saman fyrr en daginn sem átti að borða hana. Þá gerði ég smjörkrem þar sem ég sleppti kakóinu og setti þess í stað fjólubláan matarlit til að halda litagleðinni.

Þrátt fyrir smá panik þegar ég var að gera kremið þá kom þetta allt vel út og ég var mjög sátt við útkomuna. Þar sem kakan er mjög litskrúðug þá þarf ekki að skreita hana mikið og notaði ég sykur stjörnur og blæjuber til að setja punktinn yfir i-ið.

IMG_0785

IMG_0793

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s