Brauð og bollur

Amerískar pönnukökur

Amerískar pönnukökur
Það klikkar yfirleitt ekki að leita í smiðju Allrecipes.com þegar mann vantar einhverja beisik uppskrift að amerísku gúmmelaði. Ég er örugglega búin að baka/steikja þessar pönnukökur af síðunni hundrað sinnum – ég held það sé góð ástæða fyrir því að þær fá næstum full hús stiga hjá yfir 5000 notendum síðunnar 🙂

Ef þið eruð ekki ennþá búin að finna uppskriftina (þessa einu sönnu) að amerískum pönnukökum þá er þessi vel þess virði að prófa. Eini gallinn við hana er sá að það virðist vera alveg nákvæmlega sama hversu stóra uppskrift ég geri, þær klárast alltaf allar 😉

Ég er búin að tvöfalda uppskriftina frá því sem er á Allrecipes, sú upphaflega á held ég að gefa 8 pönnukökur og það er ekki upp í nös á ketti hjá 5 manna fjölskyldu. Ef ég er að fá fólk í brönsj þá geri ég yfirleitt tvöfalda þessa að neðan (þó mörgum finnist það eflaust fullmikil græðgi  – mér finnst betra að eiga nokkrar afgangs til að skella í ristina, frekar en hitt) 🙂

Amerískar pönnukökur

375 g hveiti
7 tsk lyftiduft
2 tsk salt
2 msk  sykur
600 ml mjólk
2 egg
85 g smjör, brætt

Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og sykri í stórri skál. Blandið mjólk, eggjum og smjöri út í og hrærið vel saman.

Mér finnst eina vitið að nota teflon-pönnu og hita hana í vel rúmlega meðalhita. Hellið ca. 1/4 bolla (eða að vild) af deigi fyrir hverja pönnuköku. Steikið þar til fer að „búbbla“ öðru megin og snúið þá við og steikið hinum megin. Berist fram með hverju því sem hugurinn girnist, okkur finnst hlynsíróp, smjör, ferskir ávextir og jafnvel kanilsmjör ómissandi 🙂

7 athugasemdir á “Amerískar pönnukökur

  1. svo til að „ameríska“ þetta til enda er alveg hrikalega gott að hafa stökkt beikon með líka 🙂

    1. Sæl Elísabet,

      já, þetta er tvöföld uppskrift miðað við þá sem er á allrecipes, og í einfaldri eru 3,5 tsk þannig að 7 tsk (eða rúmlega 2 msk) er rétt 🙂

  2. Ég er að fara að sjá um bröns á sunnudaginn og er að fara yfir um því ég finn ekki uppskriftina sem við notum alltaf (en sennilega bara vesen því þar er súrmjólk og eggin aðskilin). Treysti á Eldhússystur í þessari krísu 🙂
    En kanilsmjör… á ég ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s