Ég er mikið í því núna að prufa mig áfram í nýjum leiðum til að elda kartöflur. Ég prufaði í dag að gera Hasselbacks kartöflur og var mjög ánægð með árangurinn. Þær líta út fyrir að vera mjög fansí en eru mjög einfaldar í eldun og frábærar með sunnudagssteikinni.
Hasselbacks kartöflur
Fyrir 4
4-8 meðal stórar kartöflur
2 msk brætt smjör
salt
pipar
2 msk brauðraspur
Kveikið á ofninum 225°c
Skrælið og skolið kartöflurnar. Skerið neðan af þeim til þess að þær sitji betur á fatinu. Skerið kartöfluna í þunnar sneiðar án þess þó að skera alla leið í gegnum kartöfluna. Setjið kartöflurnar í eldfast mót, penslið þær með smjöri og setið í miðjan ofninn í 45-50 mín. Penslið kartöflurnar aftur þegar 25 mín eru liðnar, saltið og piprið. Þegar 10 mín eru eftir af tímanum er brauðmylsnu stráð yfir kartöflurnar. Öruggast er að athuga hvort að kartöflurnar séu ekki tilbúnar með því að stinga í þær og athuga þannig hvort þær séu orðnar mjúkar.
líst vel á þetta. Nógu einfalt til að ég nenni að prófa það.
Það er akkúrat það sem þessar kartöflur eru 🙂 alveg nógu einfaldar til að maður nenni þessu en akkúrat nógu fínar til að það líti út fyrir að maður hafi haft fyrir matnum 😉