Pottréttir

Súkkulaði-chilli (con carne)


Ég er ekki hætt að prófa nýjar uppskriftir fyrir fjölskylduna – mitt í allri sætindaárásinni 🙂 Hér kemur uppskrift nr. 3!

Ég og Binni keyptum okkur slow-cooker fyrir nokkrum árum og erum ansi hrifin af græjunni þó við mættum vera duglegri að nota hana. Ég verð þess vegna alltaf áhugasöm þegar ég sé spennandi grýtu-uppskriftir. Við gerum oft chili con carne en þetta er í fyrsta sinn sem ég sé slíka uppskrift sem felur í sér súkkulaði. Uppskriftin kemur frá Nigellu eldhúsdrottningu, úr bókinni hennar „Nigella Christmas“. Nigella segir sjálf að rétturinn sé betri daginn eftir og verð eiginlega að vera sammála henni með það, svona eins og oft vill verða með grýtur 🙂 Við notuðum að sjálfsögðu slow-cookerinn okkar þó að uppskriftin tali um járnpott 🙂

Ath: þessi uppskrift er svakalega stór, við gerðum helminginn og það dugði í 2 máltíðir fyrir okkur fjölskylduna. Ég myndi þ.a.l. ekki gera heila uppskrift nema maður væri að fara halda partý. Nigella segir sjálf að þetta sé uppskrift fyrir 12 manns!

Súkkulaði-chili con carne

550 gr. chorizo pylsur (þá er verið að tala um alvöru pylsu, ekki hálfþurrkaða eins t.d. salami).
1.5 kg nautakjöt, t.d. gúllaskjöt skorið í litla bita.
3 laukar
3 hvítlauksrif
1 rautt chilli
60 ml (4 msk) olía
1,5 tsk kardimomma
2 msk kúmín
1 tsk malað kóríander
1 tsk kanill
1 tsk piparflögur
60 ml (4 msk) tómatpúrra
60 ml (4 msk) tómatsósa
4 dósir nýrnabaunir
3 dósir tómatar (í bitum)
60 ml súkkulaðispænir
240 ml vatn
Salt og pipar

Aðferð
Laukur og hvítlaukur saxað smátt eða hakkað í matvinnsluvél. Olían hituð og laukurinn og hvítlaukurinn steikt í járnpotti (dutch oven – sjá aths að neðan) á miðlungshita, u.þ.b. 10 mínútur. Kryddunum bætt út í og steikt áfram í 1 – 2 mínútur.

Chorizo pylsan sneidd niður og sett í pottinn ásamt kjötinu og eldað þar til byrjar að brúnast.

Baunum, tómatpúrru, tómatsósu, tómötum í dós og vatni bætt út í.  Suðan látin koma upp. Þegar suðan er komin upp er súkkulaðið látið út í.  Hrært þar til súkkulaðið er bráðið.  Lok sett á pottinn og sett í 150 gr. heitan ofn og eldað í 3 klst. Smakkað til að lokum með salti og pipar.

Borið fram með t.d. nachos-flögum, sýrðum rjóma, osti, kóríander og quacamole 🙂

*Ath: Rétturinn er búinn til í ofnheldum potti sem er færður inn í ofn. Það má líka gera þetta í venjulegum potti og setja svo í ofnfast mót með loki þegar kemur að því að setja þetta inn í ofn. Við notuðum slow-cookerinn okkar og elduðum nokkuð lengur en hér er mælt með.

Myndi ég elda þetta aftur? Já alveg klárlega, við vorum öll mjög hrifin af þessu – þó sérstaklega ég og Binni. Súkkulaðið gaf þessu léttan keim, svona „ég get ekki alveg sett fingurinn á það“-bragð sem okkur fannst mjög gott. Fyrir þá sem eru hrifnir af chilli-con carne má alveg mæla með þessum 🙂

4 athugasemdir á “Súkkulaði-chilli (con carne)

  1. Við eiginmaðurinn þökkum kærlega fyrir okkur 🙂 Ég var búin að bíða eftir rétta tækifærinu til að gera þennan rétt og komst að því að sá tími var kl. 7 á föstudagskvöldi. Garnagaul og bið til kl. 11 sama kvöld var ALGJÖRLEGA þess virði. Nammnammnamm! Við hjónin lágum svo afvelta og hamingjusöm í chillisvita og nachoscrumbli á sófanum. Að mínu mati var þetta fullkomið comfort food eftir langa vinnu viku. En þetta verður líka fullkomið partý food í næstu veislu. Hlakka til að elda þetta aftur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s