Jól · Smákökur

Súkkulaði hnetusmjörs smákökur

 

Oft baka ég bara til að baka. Ég fer á stúfana til að finna eitthvað til að baka og þá verður uppskriftin að uppfylla þær kröfur að ég eigi allt í hana sem til þarf. Ég nenni yfirleitt ekki að „stökkva“ útí búð þar sem það er hálftíma opperasjón með 6 mánað gamalt barn uppá arminn. Að þessu sinni varð fyrir valinu að baka súkkulaði hnetusmjörs smákökur sem ég fann á browneyedbaker. Smákökur eru fínar að því leiti að það er hægt að stelast í eina og eina ef manni langar í eitthvað sætt og gott. Annað en þegar maður bakar köku, þá er maður svoldið bundinn af því að ná sér í disk og skeið til að fá sér sneið, nema maður standi yfir kökudisknum með skömmustulegan svip að troða í sig köku af því að maður nennti ekki eða vildi ekki taka sér disk.

Súkkulaði hnetusmjörs smákökur

deig:
1 ½ bolli hveiti
½ bolli kakó
½ tsk lyftiduft
¼ teskeið salt
½ bolli smjör, við stofuhita
½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
¼ bolli fínt hnetusmjör
1 egg
1 tsk vanilludropar

fylling:
¾ bolli fínt hnetusmjör
¾ bolli flórsykur

Hita ofninn í 190°c og setja bökunarpappír á ofnskúffu.

Smákökur

Þurrefnin (hveiti, kakó, lyftiduft og salt) sett í skál og hrærð saman. Skálin sett til hliðar
Í aðra skál er smjöri, sykir, púðursykri og hnetusmjöri hrært saman, best er að nota hrærivél þar sem hnetusmjörið er oft stíft og erfitt í meðförum. Þegar blandan er orðin létt er eggi og vaniludropum bætt saman við og hrært á litlum hraða. Þurrefnunum er að lokum bætt við og hrært þar til degið er kekklaust.

Fylling

Flórsykur og hnetusmjör er hrært vel saman.

Aðferð

Á lítinn disk er settur sykur til að rúlla kökunum í þegar þær eru tilbúnar.
Tekið er matskeið af deigi og það flatt út með höndunum, teskeið af fyllingu er sett á mitt degið og því vafið utanum fyllinguna. Kakan mótuð í kúlu með lófunum og rúllað í sykurskálinni. Sett á bökunnarpappír og þrýst létt á kúluna.
Bakað í 7-9 mínotur.

Myndi ég baka kökuna aftur? Fyrir mig sjálfa nei, ég er persónulega ekki hrifin af svona miklu kakóbragði. Manni og barni fundust þær góðar og því myndi ég baka þær aftur fyrir þau. Það er skemmtileg tilbreyting að dunda sér svona við hverja köku að hylja fyllinguna.

4 athugasemdir á “Súkkulaði hnetusmjörs smákökur

    1. Tobbu fannst fullmikið kakóbragð af þeim þannig að það mætti eflaust skoða að minnka það aðeins ef maður er ekki svakalegur kakó-aðdáandi!

      1. Er nauðsynlegt að setja sykur í hnetusmjörið mér finnst það gott beint úr glasinu.

  1. Ég er ekki viss um að það sé algerlega nauðsynlegt að hafa flórsykurinn í fyllingunni, bara um að gera að prufa sig áfram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s