Hakkréttir · Kartöflur

Fetaosts- og ólívubuff með kartöflubátum

Ég ætla ekki einu sinni að reyna ljúga því að sjálfri mér að ég sé góður kokkur, hvað þá að einhverjum öðrum. Hvað sem því líður þá er maturinn á heimilinu farinn að verða ansi leiðigjarn – eins og það sé verið að keyra á sömu 10 réttunum allan ársins hring! Fyrst ég er búin að skora á sjálfa mig að baka eina nýja uppskrift í viku datt mér í hug að það gæti verið gaman að skora á sjálfa mig að elda eina nýja uppskrift í viku líka! Ég sé það á myndunum að það er ekki beinlínis málið að taka þær kl. 19.00 í október á norðurhjara veraldar. (Það verður samt bara að hafa það í bili  – þið verðið bara að taka viljann fyrir verkið 🙂 )

Fetaosts- og ólívubuff með kartöflubátum

500 gr. nautahakk
1 egg
1 dl brauðmylsna (ég hakkaði nýtt brauð í mixernum mínum)
2 hvítlauksgeirar
1 laukur, smátt skorinn
salt og pipar
100 gr. fetaostur, mulinn
15 ólívur, smátt skornar (ég hakkaði þær svo börnin færu ekki að fussa og sveia 😉

Öllu blandað saman, buff mótuð og steikt á pönnu í nokkrar mínútur á hvorri hlið. Sett í ofn við 200 gr. í 15 – 20 mínútur.

Kartöflubátar

800 gr. kartöflur
Olívuolía
Salt, pipar og hvítlaukur (eða önnur krydd að vild).

Kartöflurnar skornar í báta og velt upp úr olíunni og kryddunum. Bakaðar í ofni við 225 gr. í 20 – 25 mín. eða þar til þær eru gegnum steiktar.

Borið fram með sósu úr sýrðum rjóma.

Myndi ég gera þetta aftur? Já, það fannst þetta öllum stórgott. Mér fannst reyndar ólífubragðið fullmikið og myndi sennilega sleppa þeim næst en spúsanum fannst þær ómissandi (þá er gott að vita að það er ég sem kem til með að elda þetta næst haha). Fær 4 af 5 stjörnum!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s