Meðlæti

Guacamole

 

Alltaf þegar við eldum fajitas langar mig til að borða með því guacamole. Vandamálið sem kemur þá upp í 98% tilfella er að við eigum ekki avocado, það er ekki hlaupið að því að fara útí búð samdægurs og fá „reddí tú ít“ avocado. Galdurinn er sá að eiga það til og þegar þú heldur að það sé orðið ónýtt að þá er það fullkomið. Mjúkt og kremað *slef*

Í gær var ég sannfærð um að við hefðum misst af „reddí tú ít“-glugganum á avocadoinu sem ég keypti fyrir meira en viku síðan. Annað kom í ljós og átti ég þarna tvær fullkomnar lárperur eins og þetta heitir á góðri íslensku.

Ég get ekki talið það fingrum mér hvað ég er búin að hringja oft í Stínu sys til að fá uppskriftina, aldrei gat ég munað eftir því að skrifa þetta niður nema rétt áður en hún flutti úr landi og ég sá fram á að tíma ekki að hringja í hana til að fá uppskrifitna, eins og hún er nú flókin að þá bara gat ég ekki munað hana.

Guacamole

2 avocado
2 tómatar
1/4 rauðlaukur
1/4 búnt ferskur kóríander (ég finn sápubragð af því og því hef ég það ekki með)
smá lime safi ( ég á hann aldrei til og nota því sítrónusafa )

Avocado skorið í tvennt og steinnin fjarlægður, aldinkjötið er skóflað úr hýðinu með skeið, sett í skál og stappað. Tómatarnir eru skornir smátt og laukurinn og kóríander hakkað niður. Öllu hrært saman og borðað með bestu lyst *omnommnomnom*

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s