Það er erfitt að vera heima allan daginn og langa í eitthvað gott. Ég á mjög erfitt með að hemja mig og þegar ég er búin að fara þrjár umferðir í alla skápa til að leita að einhverju til að snarla á og finn ekkert þá eru góð ráð dýr. Í þetta skiptið varð fyrir valinu að baka fylltar cupcakes. Ég er búin að eiga lime curd inní ísskáp í dágóðan tíma og var fyrir löngu búin að lofa Halla að baka eitthvað með því. Núna var tilvalið að láta verða af því 🙂
cupcakes
113 gr smjör (við stofuhita)
1.5 bollar hveiti
1.5 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
3/4 bolli sykur
2 stór egg við stofuhita
1.5 tsk vanilludropar
1/2 bolli mjólk
Krem
113 gr smjör (við stofuhita)
2 msk nýmjólk
1 bolli flórsykur
1/4 bolli kakó
1/4 tsk salt
Fylling
Lime curd eða sulta að eigin vali
Forhitið ofn í 175°c.
Hrærið saman hveiti, lyftiduft og 3/4 tsk salt. Sykri og smjöri er þeytt saman þangað til það er ljóst og flöffí. Hrærið eggjunum útí einu í einu og síðan vanilludropunum. Stillið hrærivélina á minnsta hraða og bætið við helming af hveitiblöndunni – bætið mjólkinni við og síðan restinni af hveitiblöndunni.
Setjið deigið í cupcake form og bakið í 20 min eða þar til tannstöngull kemur hreinn til baka þegar stungið er á kökuna. Látið kólna alveg.
Á meðan kökurnar eru í ofninum er tilvalið að skella í kremið.
Blandið saman flórsykri, kakói og salti í skál. Þeytið 1/2 bolla af mjúku smjöri þar til það er ljóst og létt. Stillið hrærivélin á hægustu stillingu og bætið kakóblöndunni saman við smá saman. Skafið niður skálina með sleikjunni reglulega. Bætið 2 msk mjólk við smásaman og 1/2 tsk vanilludropum og þeytið þar til hún er dúnkennd.
Þegar kökurnar eru alveg kaldar er skorinn hringur í kökuna ofanfrá og búin til hola, EKKI henda toppnum sem er skóflað uppúr. Setjið 1 tsk Lime curdið ofan í eða hvaða sultu sem ykkur finnst góð og setjið toppin aftur ofan á. Sprautið/smyrjið kreminu ofan á 🙂