Jól · Smákökur

“The Chewy” Chocolate Chip Cookie

Ég er búin að vera í stuði fyrir smákökur síðustu daga og þá er auðvitað málið að baka þær bara til að svala þörfinni. Ég átti við þann leiðinlega vanda að stríða að lesa uppskriftir ekki nógu vel eða bara hlaupa yfir þær og oft var ég komin í tóma vitleysu þegar ég loksins las uppskriftina almennilega og þurfti þá að bjarga mér úr einhverri klípunni. Ég hef tekið mig á í þessum efnum en þrátt fyrir að hafa lesið uppskriftina, sem ég var að fara eftir, tvisvar vel áður en ég byrjaði og renna nokkru sinnum í gegnum hana á meðan ég bakaði, þá tókst mér samt að missa algerlega af einni setningu í henni. Þessi krúsjal setning gerði það að verkum að kökurnar mínar urðu flatar, harðar í endana og því eiginlega svoldið misheppnaðar því miður.  „Refrigerate the dough for 1 hour.“  Ég skil ekki alveg hvernig þetta fór framhjá mér en þetta fór eins og það fór , ég á eftir að lesa uppskriftir ennþá betur hér eftir!

Uppskriftina af þessum smákökum fann ég hjá Brown Eyed Baker.

Hráefni
226 gr smjör
340 gr hveiti
1 tsk  gróft salt
1 tsk lyftiduft
56 gr sykur
226 gr púðursykur
1 egg
1 eggjarauða
1 msk mjólk
1 ½ tsk vanilludropar
2 bollar súkkulaði

Aðferð
Bræðið smjörið, leggið til hliðar og látið kólna aðeins.

Sigtið saman hveiti, salt og lyftiduft saman í skál, sett til hliðar.

Þeytið saman smjörið og sykurinn.  Á meðan smjörið og sykurinn er að þeytast er egginu, eggjarauðunni, mjólkinni og vanilludropunum þeytt saman með handþeytara. Þegar smjörið og sykurinn er orðið vel blandað og létt í sér er eggjablöndunni bætt rólega saman við.

Þurrefnum er síðan bætt í og þar á eftir súkkulaðinu. Deigið kælt í 1 klukkustund

Kveikt á ofninum á 190°c. Kökurnar eiga að vera tiltölulega stórar og er miðað við að í hverri köku séu ca 40 gr af degi. 6 kökur ættu að passa á hverja ofnskúffu. Bakið í 15 min.

Myndi ég baka þetta aftur? Ég er ekki viss, ég hugsa að ég þurfi að gera þær aftur til að sjá hvernig þær koma út þegar maður er búin að kæla deigið eins og uppskriftin gerir ráð fyrir. Þær eru mjög bragðgóðar, gott salt bragð af þeim 😉

Hér er svo önnur uppskrift af súkkulaðibitasmákökum sem heppnaðist betur, ef þið eruð að leita að svoleiðis 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s