Þar sem kanill er alveg afskaplega innundir hjá mér (les: finn hjá mér óstjórnlega þörf til að setja kanil út í nánast allt sem ég baka þessa dagana) gat ég ekki haldið aftur af mér þegar ég sá uppskrift af svokölluðu cinnamon swirl brauði. Fann mér fullkomið tilefni þar sem ég átti von á vinkonu í kaffi og lét vaða. Það var samdóma álit mitt, Heiðu og drengjanna að brauðið væri „mjög, mjög, mjög, mjög gott“ (það voru orð Hilmis Snorra).
Það eru til margar og mismunandi uppskriftir að brauðinu en eftirfarandi varð fyrir valinu:
Brauð (deig)
1/2 bolli mjólk
4 msk smjör
1 pakki þurrger
1/2 bolli volgt vatn
1/3 bolli sykur
2 stór egg
1,5 tsk salt
3 – 4 bollar hveiti
Til að pensla með:
2 msk mjólk
1 egg
Fylling
1/4 bolli sykur
5 tsk kanill
Aðferð
Smjör og mjólk hitað saman. Kælt þar til volgt. Þurrger sett út í volgt vatnið og látið bíða í nokkrar mínútur. Öllum vökvað blandað saman. Þurrefnum blandað saman við og hrært saman. Látið hefast í 2,5 klst. Deigið er flatt út í 20 x 45 cm ferhyrning (skammhliðin á að vera ca. jafn löng og brauðform). Fyllingunni stráð yfir deigið og því svo rúllað upp eftir langhliðinni (þannig að rúllan sé 20 cm löng svo hún komist í brauðform). Klípið alla enda saman og setjið í smurt brauðform og látið hefast í 20 mínútur. Penslið með eggi og mjólk. Gott að strá smá kanilsykri ofan á. Bakið við 190°c í 30 – 35 mínútur.
ATH: þó að aðferðin að ofan sé hin uppgefna aðferð myndi ég næst bara henda öllu (ásamt bráðnu smjöri og volgri mjólk) í kitchen aidið og hnoða saman. Ég lét þetta bara hefast í tæpa klukkustund og það var alveg nóg.
klikkað girnó