Kökur

Ostakaka frá New York

Mig hefur lengi langað til að prófa að gera alvöru ameríska ostaköku. Ég er hins vegar aldrei nógu skipulögð og hugsa ekki nógu langt fram í tímann þegar það gefst tilefni til að vippa einni slíkri upp. Hafði það þó af að prófa núna um helgina.

Blandaði saman tveimur uppskriftum, annars vegar uppskrift frá allrecipes.com, leitaði að þeirri sem fékk bestu dómana og sú hét Chantal’s New York Cheesecake. Botninn var að fá heldur slaka dóma þó þannig að ég notaði botninn af ostaköku sem má finna inni á Joy of Baking. Binni er mikill ostaköku-aðdáandi og segir að þetta sé besta ostakaka sem hann hefur smakkað. Ég bakaði hana og reiddi fram samdægurs en hún var enn betri eftir sólarhing, held að ég muni klárlega gera hana með dagsfyrirvara næst.

Botn
200 gr. graham kex (má líka nota engiferkökur)
50 gr. sykur
115 gr. ósaltað smjör, brætt.

Kökurnar eru muldar í matvinnsluvél. Öllu blandað saman og sett í botn á hringlaga formi. Kælt meðan fyllingin er gerð.

Fylling
900 gr. rjómaostur.
1,5 bolli sykur
3/4 bolli mjólk
4 egg
1 bolli sýrður rjómi
1 msk vanillu extract (má eflaust nota vanilludropa en myndi þá minnka magnið)
1/4 bolli hveiti

1. Ofninn hitaður í 175 gr. Springform smurt.
2. Rjómaostur hrærður í hrærivél saman við sykur þannig til blandan er mjúk og kekkjalaus. Mjólk blandað saman við og síðan eggjunum, einu í einu og skálin skafin á milli. Það er víst mikil hætta á að hræra ostakökur of mikið þannig að best er að reyna hræra eins lítið og hægt er. Að loku er sýrða rjómanum, hveitinu og vanillinu bætt út í. Hellt yfir botninn.
3. Bakað í forhituðum ofni í 1 klst. Slökkt á ofninum þegar klukkustundin er liðin og kakan látin kólna í ofninum í 5 – 6 tíma (kemur í veg fyrir að kakan springi). Kælt þar til kakan er borin fram.

Það er best að bera þetta fram með e-s konar berjasósu, ég keypti kirsuberjasósu í fernu sem smakkaði mjög vel með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s