
Þessi kaka er ótrúlega einföld, tiltölulega fljótleg og fullkomin til að bera fram með aðventukaffinu! Uppskriftin er fengin héðan.
Ath: Þetta er talsvert stór uppskrift, ég myndi alveg íhuga að helmingja hana ef þið eruð ekki með þeim mun stærri hóp 🙂
Mjúk piparkaka með rjómaostskremi
Hráefni
150 g smjör
8 dl hveiti
6 dl sykur
2 msk kanill
2 tsk nellika
1½ msk kardimomma
1 msk matarsódi
6 dl súrmjólk
Krem
150 g smjör, mjúkt
300 g rjómaostur
8 dl flórsykur
½ dl títuber (má sleppa)
Skreyting
Títuber (má sleppa)
Ofninn hitaður í 200 c°
Aðferð: Smjörið brætt og látið kólna aðeins. Blandið saman þurrefnunum (hveiti, sykri, kanil, nelliku, kardemommu og matarsóda) í skál. Bætið smjörinu og súrmjólkinni saman við og hrært vel saman.
Smyrjið ofnskúffu (30×40 cm) og hellið deiginu í hana. Bakaðu kökuna neðst í ofninum í 20 mín. Látið kökuna kólna.
Krem: Þeytið saman mjúkt smjör, rjómaost og flórsykur þar til kremið er ljóst og létt. Hrærið títuberjunum saman við og smyrjið kreminu á kökuna. Skerið í bita og skreytið með títuberjum.
