Eldhússystur eru tvær systur, Tobba og Stína, sem finnst ægilega gaman að baka (og baka og baka…). Þær eru núna búnar að skora hvor aðra á hólm um að prófa eina nýja uppskrift á viku fram að jólum að minnsta kosti og afraksturinn fær að fljóta hingað inn!
Við vorum báðar búsettar í Svíþjóð þegar við byrjuðum af alvöru með þessa síðu, það útskýrir líklega Svíþjóðar-slagsíðuna sem kannski er á síðunni 🙂 Einnig er taka fram að oft (oftast?) þegar við bökum/eldum og setjum uppskriftir hér inn, erum við að prófa þær sjálfar í fyrsta skipti og þ.a.l. ekki endilega víst að hver einasta uppskrift heppnist vel hjá okkur – við segjum samt að sjálfsögðu frá því ef okkur finnst uppskriftirnar ekki nógu góðar! Stundum fá samt að fljóta með uppskriftir sem við höfum bakað oft og eru í miklu uppáháldi og þá mælum við sérstaklega með þeim 🙂
Við gerum auðvitað okkar besta til að uppskriftirnar á síðunni séu réttar en auðvitað geta slæðst með villur. Ef þú hnýtur um eina slíka viljum endilega fá að vita af henni. Þið getið sent okkur póst (um villur og hvað eina annað sem ykkur dettur í hug) á stinasn – hjá – gmail.com
Við reynum að sjálfsögðu að vísa í heimildir þegar það á við, t.d. með því að setja setja hlekk á síðuna þar sem uppskriftin er fengin eða með því að vísa í viðeigandi uppskriftabækur.
Þið eruð snillingar 🙂 Ég mun prufa uppskriftirnar ykkar við tækifæri…á milli mjalta
Takk Þóra mín – ég ímynda mér að það sé kapphlaup við tímann að koma e-u öðru í verk en mjöltum hahaha 🙂
(Og í guðsbænum ekki prófa misheppnuðu möffinsin 😉
I´m a fan stelpur, rosa flott framtak hjá ykkur 🙂 ætla pottþétt að prufa piparkökumuffins …. og snúðana …. og og og 🙂
Takk Steina! Spennt að vita hvernig þér líka eitthvað af þessu 😉
Hey þið þarna sjúklega duglegu systur – ég var geðveik í gær sko og bakaði eins og engin væri morgundagurinn… súkkulaðikaka með kókos og lime , kanilsnúðaköku , skellti svo í bananbrauð og bakaði muffins. Mér fannst kremið á snúðunum alveg til að deyja fyrir sko og Súkkulaðikakan var svolítið spari eitthvað og bara svona dömuleg sko , og eins og ég sagði við Stínu í gær þá svona smá jóla eitthvað við þessa köku. Ef ég held áfram að lesa bloggið ykkar þá verð ég að taka tvö sæti til svíþjóðar næst þegar ég fer í heimsókn til Stínu … þannig að skammist ykkar að freista mín svona 🙂
Ykkar ástkæra köku og baksturs aðdáandi í Kópavoginum
Líst vel á þig Arndís – þetta kallar maður að taka hlutina með trompi. Annars er allt í lagi þú þó komir tvöföld til mín næst, þú ert svo yndisleg að meira af Arndísi er bara betra 🙂
Ég er Sigga frænka ykkar í Skotlandi og fæ mér oft ´buttermilk´ í morgunmatinn hér og bara svona til að staðfesta, þá er buttermilk sama og súrmjólk, (ekki eins góð og íslensk), en maður verður að láta sig hafa það!
Ekkert smá sætar systur líka.
Sælar verið þið,
Gætuð þið sagt mér hvar þið kaupið lakkrísduftið sem þið notið í lakkrís bollakökurnar?
B.kv. Anita
Sæl Anita 🙂
Hægt er að kaupa lakkrísduft til dæmis hérna http://www.epal.is/vefverslun/lakrids/lakkrisduft-fine/
Gangi þér vel í bakstrinum 🙂
Kærar þakkir Tobba 🙂
daginn hvaða hiti á að vera þegar kleinur eru steiktar?