Brauð og bollur

Sunnudags súpubrauð 

Það er alls ekki oft sem ég rekst á uppskriftir sem innihalda rúg og þetta er kannski ekki beinlínis mjöl-tegund sem maður notar mikið, svona ef frá er talið rúgbrauð (sjá t.d. uppskrift hér að rúgbrauðinu hans pabba okkar).  Rúgur er aftur á móti rosalega trefjaríkur og því er alveg tilvalið að nota hann í brauð og þau verða oft bragðmeiri en þau sem eru bökuð með eingöngu hefðbundnu, hvítu hveiti. 

Þetta brauð er sennilega með því hollara sem ég hef bakað og fyrir utan að vera mjög gott er það stökkt að utan og mjúkt að innan, þetta er alveg frábært brauð með súpu. 

Sunnudags súpubrauð  

200 gr rúgur 
200 gr hveiti 
7 gr þurrger 
0,5 tsk salt 
1 msk hunang 
250 ml vatn 

Blandið saman geri, hveiti, rúg og salti í skál. 

Blandið hunangi saman við volgt (37°-40°) vatn. 

Hellið vatninu saman við hveitið og hrærið saman við, hnoðið deigið þar til það sleppir hendi. Ef deigið er of þurrt er örlitlu af volgu vatni bætt við en ef það er blautt þá má bæta hveiti saman við deigið. 

Setjið deigið í skál og hyljið. Látið hefast í 1-2 tíma* eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína. 

Hnoðið deigið aftur til að ná loftinu úr því. Setjið deigið í smurt brauðform og hyljið. Látið hefast aftur í 1-1,5 tíma eða þar til deigið hefur tvöfaldað stærð sína. 

Hitið ofninn í 200°c. Skerið rákir í brauðið og bakið í 30 mínútur. Látið brauðið standa í 20 mínútur áður en það er skorið. 

Gott er að muna að deig með rúg verður ekki eins teygjanlegt eftir hefingu og er gott að hafa það í huga þegar deigið er hnoðað 🙂 

*Ef skálin er sett í volgt vatn eða við heitann ofn þá hefast deigið hraðar. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s